Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Heiðar upp af Víðidal og Blöndudal, frá Hrafnabjargatungu norðan Gilsvatns og suður fyrir Þrístiklu og Gedduvatn. Að austan eru mörkin um Rugludalsbungu og vestur yfir Gedduhóla og um Rjóðurháls.
Lýsing
Vel gróið heiðaflæmi með votlendi, tjörnum og vötnum. Beitilönd búfjár og silungsveiði í vötnum.
Forsendur fyrir vali
Alþjóðlega mikilvægt svæði fyrir álft, bæði á varptíma og fjaðrafellitíma, sem og himbrima í varpi.
Fuglar - Votlendi og önnur svæði
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Himbrimi (Gavia immer) | Varp | 16
|
2016 | 3,0
|
Álft (Cygnus cygnus) | Varp | 157
|
2012 | 1,0
|
Ógnir
Virkjanir og veiðimennska.
Aðgerðir til verndar
Tryggja að búsvæði og farleiðir fugla verði ekki skert. Stýra þarf nýtingu veiðimanna og umferð þeirra um svæðið.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-12-03
Kortasjá
Grímstunguheiði-Blanda í kortasjáStærð
369,6 km2
Hlutfall land 90%
Hlutfall ferskvatn 10%