Svæðið er tilnefnt vegna sela.

Mörk
Svæðið nær yfir ósa Kúðafljóts ásamt 1 km fjöru til austurs og vesturs, eftir því sem árfarvegur er hverju sinni.
Lýsing
Kúðafljót er meðal stærstu jökuláa landsins en um er að ræða neðsta hluta fjölda vatnsfalla sem runnið hafa saman og eiga uppruna sinn í jökul- og lindám af stóru vatnasvæði á Suðurlandi. Við ósa Kúðafljóts, sem rennur til sjávar á Meðallandssandi, eru umfangsmikil landselslátur.
Forsendur fyrir vali
Allt að 26% af landselum Suðurlands og 5% af heildarstofninum liggja í látrum við ósa Kúðafljóts. Landsel hefur fækkað um 56,4% á svæðinu frá 1980.
Selir
Nafn | Lægsti fjöldi (ár) | Hæsti fjöldi (ár) | Hæsta hlutfall af Suðurlandsstofni (ár) | Hæsta hlutfall af íslenskum stofni (%) (ár) | Núverandi hlutfall af íslenskum stofni (ár) |
---|---|---|---|---|---|
Landselur (Phoca vitulina) | 87,0 (2016)
|
372,0 (1990)
|
25,7 (1990)
|
5,0 (1990)
|
2,8 (2018)
|
Ógnir
Mikil aukning ferðamanna á Suðurlandi getur valdið truflun sela í látrum.
Aðgerðir til verndar
Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram. Nauðsynlegt getur verið að stýra umferð ferðamanna um svæðið.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2020-12-03