Svæðið er tilnefnt vegna vatnavistgerðar.

Mörk
Frá Hádegisholti suður um og austur fyrir Bugðuflóa og að vegi norðan vatnsins.
Lýsing
Leirvogsvatn er um 1 km2 að flatarmáli og meðaldjúpt (mesta dýpi um 24 m). Grýtt fjörubelti er meðfram vatnsbökkum, þar fyrir utan er mjúkur setbotn þar sem vatnagróður festir rætur og er þekja hans þó nokkur. Á grunnum svæðum sem teygja sig út frá bökkum vex álftalaukur og tjarnalaukur. Bugða rennur í vatnið að norðaustan og úr því rennur Leirvogsá til sjávar. Votlendi og lyngmóar einkenna umhverfi vatnsins en einnig eru mosaþembur áberandi. Veiði er stunduð þar sem bæði bleikja og urriði eru í vatninu og er búfjárbeit og útivist stunduð í nágrenni þess.
Forsendur fyrir vali
Í vatninu vex bæði álftalaukur og tjarnalaukur á afmörkuðum svæðum. Vatnið er tiltölulega lítið raskað.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Ferskvatn | 1,20
|
2 |
Ógnir
Engar þekktar.
Aðgerðir til verndar
Tryggja vernd vistgerða. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti 100 m fjarlægð frá þeim.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26