Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk
Að suðvestan frá mynni Kaldalóns utan Lónseyrar og Seleyrar og inn að jökli að norðaustan, að mestu með fjallsbrúnum að norðvestan og suðaustan þar á milli.
Lýsing
Mjög fjölbreytt svæði að landslagi og vistgerðum, frá jökli í dalbotni, út um land sem jökull er að hopa af, jökulöldur, ár, áreyrar, tjarnir, fitjar, leirur, fjörur og grunnsævi. Brattar hlíðar beggja vegna dals og sjávar, vaxnar skógarkjarri neðantil, skreyttar dýjum, lækjum og fönnum er ofar dregur. Þjóðvegur liggur um svæðið og þverar það, gamlir framræsluskurðir ofan vegar í landi sem virðist ekki nytjað lengur.
Forsendur fyrir vali
Mikill birkiskógur í hlíðum (kjarrskógavist) og gulstararfitjavist neðan vegar eru forgangsvistgerðir svæðisins. Af öðrum vistgerðum má nefna starungsmýravist og kræklingsleirur.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | 0,74
|
9 | |
Land | 3,31
|
Ógnir
Ferðamennska, skógrækt og útbreiðsla framandi tegunda.
Aðgerðir til verndar
Takmarka framkvæmdir og ræktun á svæðinu, endurheimt votlendis þar sem land er ekki lengur nytjað.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26