Önundarfjörður

Svæðið er tilnefnd vegna vistgerða á landi.

Mörk

Önundarfjörður innan Holtstanga að vegi innan fjarðarbotns, milli Vífilsmýrar og Korpudals. Mörk til landsins fylgja að mestu þjóðvegi við brekkurætur að norðan og sunnan.

Lýsing

Fjölbreytt grunnsævi, sjávarflæður, leirur og fitjar ásamt aðliggjandi mýrum og þurrlendi er ofar liggur. Land er heillegt og fremur lítið raskað, nema á vestasta hluta sunnan fjarðar. Auðugt fuglalíf og er fjöldi vaðfugla á svæðinu á fartíma. Landbúnaður er stundaður á svæðinu og þar er eftirsótt beitiland af sauðfé og fuglum, æðarrækt og ferðaþjónusta er stunduð á jöðrum svæðisins.

Forsendur fyrir vali

Frjósamt flæðiland í fjarðarbotni, víðáttumikil sjávarfitjungsvist á vesturhluta svæðisins en gulastararfitjavist tekur við á austurhlutanum, eru það forgangsvistgerðir svæðisins. Fitjasvæðið er víðáttumikið og er eitthvert það heillegasta á landinu. Af öðrum vistgerðum má nefna starungsmýravist og runnamýravist.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
0,64
8
Land
0,36
2

Ógnir

Vegagerð, ysta hluta svæðisins hefur þegar verið raskað með þverun fjarðar. Framræsla og búfjárbeit, einkum hrossa.

Aðgerðir til verndar

Stilla beitarálagi í hóf, nýframræsla verði ekki, endurheimta votlendi þar sem land er ekki lengur nytjað.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Stærð

6,9 km2
Hlutfall land 47%
Hlutfall strönd 52%