Vigur

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Eyja í Ísafjarðardjúpi úti fyrir mynni Skötufjarðar, ásamt 1 km verndarjaðri umhverfis.

Lýsing

Vigur er grösug eyja og er búið þar árið um kring. Ýmis hlunnindi eru nýtt á eyjunni, m.a. æðarvarp og lundi. Einnig er þar  ferðaþjónusta og á undanförnum árum hafa sífellt fleiri  sótt eyjuna heim.

Forsendur fyrir vali

Alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð og uppfyllir æður og teista alþjóðleg verndarviðmið. Einnig verpur þar mikið af lunda.

Fuglar - Sjófuglabyggðir

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Æður (Somateria mollissima) Varp
3500
1999
1,0
Teista (Cepphus grylle) Varp
200
2000
2,0

Ógnir

Vaxandi ferðamennska, hlunnindanýting, minkur frá landi er utanaðkomandi ógn.

Aðgerðir til verndar

Ekki er ástæða talin til sérstakra aðgerða meðan búið er í eynni og hún nýtt á þann hátt sem nú er.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

7,0 km2
Hlutfall land 5%
Hlutfall sjór 89%
Hlutfall strönd 6%