Náttúrufræðingurinn

Náttúrufræðingurinn er alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði. Þar birtast gjarnan greinar um innlend og erlend umhverfismál og þar birta vísindamenn greinar um rannsóknir sínar á íslenskri náttúru, á sviði jarðfræði, dýrafræði, grasafræði og vistfræði, og er leitast við að hafa efnið fjölbreytt og höfða til hins almenna lesanda. Enn eru fáanlegir eldri árgangar Náttúrufræðingsins frá og með 46. árgangi 1976 og örfá eldri hefti.

Náttúrufræðingurinn er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags. Útgáfa hans hófst árið 1931 og voru Guðmundur G. Bárðarson og Árni Friðriksson fyrstu ritstjórnar tímaritsins. Náttúrufræðistofnun Íslands hafði umsjón með útgáfu tímaritsins á árunum 1996–2006 og ritstjóri þann tíma var Álfheiður Ingadóttir, þáverandi útgáfustjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Í dag er ritstjórn og afgreiðsla Náttúrufræðingsins í höndum Náttúruminjasafns Íslands.

Eldri hefti Náttúrufræðingsins eru aðgengileg rafræn á vefnum timarit.is.