Selalátur

Útbreiðsla selalátra við strendur Íslands er birt í kortasjá. Niðurhalsgögn eru aðgengileg í niðurhalsgátt Landmælinga Íslands ásamt öðrum gögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Kortasjá

Leiðbeiningar um notkun kortasjár (pdf)

Lýsigögn

Niðurhal

Tvær tegundir sela eru við Íslandsstrendur árið um kring, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Kortlagning látra hjá báðum tegundum byggist á talningagögnum síðustu áratuga en landselir hafa verið taldir reglulega síðan 1980 og útselir síðan 1982. Út frá þeim má greina megindrætti í útbreiðslu og stærð selalátra umhverfis landið.

Kortasjáin sýnir útbreiðslu samtals 430 landselslátra á 93 talningasvæðum og 86 útselslátra á 19 talningasvæðum. Nákvæmni kortlagningarinnar miðast við mælikvarða 1:25.000.

Ítarlegri umfjöllun um selalátur við strendur Íslands er að finna í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 56, Selalátur við strendur Íslands.