Vöktun grágæsa

Tímamörk

Langtímaverkefni sem hófst á Bretlandseyjum 1960 en með vaxandi umsvifum hér á landi eftir 1990.

Samstarfsaðilar

British Trust for Ornithology (BTO), NatureScot, Umhverfisstofnun (UST), Náttúrustofa Austurlands (NA), Verkís.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Vöktun grágæsastofnsins hófst með talningum á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum árið 1960 (WWT). Varpárangur hefur lengst af verið metinn samhliða með því að greina hlutfall unga. Umfangsmiklar merkingar, ma. hér á landi (1995–2000), voru nýttar til að meta dánartíðni (NÍ) og veiðitölur hafa verið skráðar frá sama tíma (UST). Aldursgreiningar á afla hér á landi hófust 1993 og hafa lengst af verið á vegum Verkís. Frá 2004 hefur verið reynt að meta hversu margar grágæsir eru hér á landi um það leyti sem talið er á Bretlandseyjum, með því að nýta upplýsingar frá áhugamönnum og telja fugla úr lofti og af landi (NÍ, Verkís, NA). Árið 2020 hófust mælingar á fjölskyldustærðum síðsumars og að hausti (NA). 

Árið 2021 hófst samstarf íslenskra vöktunaraðila við NatureScot um GPS/GSM merkingar grágæsa á Íslandi til að varpa ljósi á dreifingu þeirra á vetrarstöðvum. Markmið GPS merkinganna er fyrst og fremst að vinna nákvæmara stofnstærðarmat og þannig bregðast við áhyggjum sem upp hafa komið af viðgangi stofnsins. Vetrartalningar sem framkvæmdar eru bæði hérlendis og á Bretlandseyjum bentu til þess að stofninn væri á niðurleið á árunum 2011 til 2018. Samkvæmt alþjóðlegum samningi um verndun votlendisfarfugla og búsvæða þeirra (AEWA) ber Íslandi sem aðildarlandi samningsins, skylda til að grípa til mótvægisaðgerða ef veruleg fækkun verður í stofninum. Verið er að vinna stjórnunar- og verndaráætlun fyrir íslensk-breska grágæsastofninn í samstarfi við Breta sem mun þá meðal annars fjalla um til hvaða aðgerða þarf að grípa til að gæta þess að stofninn sé nýttur á sjálfbæran hátt. Undirstaða stjórnunar- og verndaráætlunar er að stofnmat grágæsa sé áreiðanlegt og mun átaksverkefni í GPS merkingum vera undirstaða nýs stofnsmats ásamt endurskoðuðum talningaaðferðum bæði hérlendis og á Bretlandseyjum. Með GPS merkingum fást einnig nákvæmar upplýsingar um dreifingu stofnsins á vetrarstöðvum, búsvæðanotkun og farhegðun. 
Upplýsingar um ferðir GPS merktra grágæsa má sjá í kortasjá Verkís. 

Nánari upplýsingar

Grágæs

Samantekt niðurstaðna

Hálfdán H. Helgason, Svenja N.V. Auhage, Halldór Walter Stefánsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson. Vöktun íslenska grágæsastofnsins 2020–2022. Lokaskýrsla. Unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands og Verkís fyrir Umhverfisstofnun. Náttúrustofa Austurlands, NA-230248. 

Halldór Walter Stefánsson, Hálfdán H. Helgason, Svenja N.V. Auhage og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2021. Vöktun íslenska grágæsastofnsins: áfangaskýrsla 2021. Náttúrustofa Austurlands, NA-21210223. Unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir Umhverfisstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið. 

Brides, K., K.A. Wood, S.N.V. Auhage, A.Þ. Sigfússon og C. Mitchell 2021. Status and distribution of Icelandic-breeding geese: results of the 2020 international census. Wildfowl & Wetlands Trust Report. Slimbridge: Wildfowl & Wetlands Trust.

Brides, K, C. Mitchell og S.N.V. Auhage 2020. Status and distribution of Icelandic-breeding geese: results of the 2019 international census. Wildfowl & Wetlands Trust Report. Slimbridge: Wildfowl & Wetlands Trust.

Halldór Walter Stefánsson, Hálfdán H. Helgason, Svenja N.V. Auhage og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2020. Vöktun íslenska grágæsastofnsins: áfangaskýrsla 2020. Náttúrustofa Austurlands, NA-210207. Unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir Umhverfisstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið. 

Brides, K, C. Mitchell og S.N.V. Auhage 2019. Status and distribution of Icelandic breeding geese: results of the 2018 international census. Wildfowl & Wetlands Trust Report. Slimbridge: Wildfowl & Wetlands Trust.

Brides, K, C. Mitchell, A.Þ. Sigfússon og S.N.V. Auhage 2018. Status and distribution of Icelandic breeding geese: results of the 2017 international census. Wildfowl & Wetlands Trust Report. Slimbridge: Wildfowl & Wetlands Trust.

Halldór Walter Stefánsson 2016. Íslenski grágæsastofninn 2012: Fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi. Náttúrustofa Norðausturlands, NA-160156. Egilsstaðir: Náttúrustofa Austurlands. 

Tengiliður

Svenja N.V. Auhage, umhverfis- og vistfræðingur.