Vöktun gróðurs í jökulskerjum Breiðamerkurjökuls

Tímamörk

Langtímaverkefni, hófst 1965.

Samstarfsaðilar

Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið verkefnisins er að vakta framvindu gróðurs á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls, Káraskeri, Bræðraskeri og Maríuskeri auk þess að fylgjast með breytingum í Skálabjörgum í Esjufjöllum. Árið 1965 voru settir upp fastir reitir á Káraskeri og Bræðraskeri en þá var Bræðrasker nýlega íslaust. Var það Eyþór Einarsson, grasafræðingur, sem stóð fyrir uppsetningu reitanna í samstarfi við Hálfdán Björnsson á Kvískerjum.

Niðurstöður

Bjarni Diðrik Sigurðsson og Starri Heiðmarsson 2014. Gróðurbreytingar á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls. Erindi flutt á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands, 5. mars 2014, Náttúrufræðistofnun Íslands, Garðabæ. https://www.ni.is/greinar/5-mars-2014-bjarni-didrik-sigurdsson-grodurbreytingar-a-jokulskerjum-breidamerkurjokuls [skoðað 10.6.2021]

Náttúrufræðistofnun Íslands 2011. Vel heppnaður rannsóknaleiðangur í jökuleyjar í Vatnajökli. https://www.ni.is/frettir/2011/07/vel-heppnadur-rannsoknaleidangur-i-jokuleyjar-i-vatnajokli [skoðað 10.6.2021]

Náttúrufræðistofnun Íslands 2007. Nokkrar nýjar tegundir fundnar í Esjufjöllum. https://www.ni.is/frettir/2007/07/nokkrar-nyjar-tegundir-fundnar-i-esjufjollum [skoðað 10.6.2021]

Starri Heiðmarsson og Bjarni Diðrik Sigurðsson 2017. Hlýnandi loftslag eykur tegundafjölda plantna á Vatnajökli. Í María Harðardóttir og Magnús Guðmundsson, ritstj. Ársskýrsla 2016, bls. 27–28. Garðabæ: Náttúrufræðistofnun Íslands. https://utgafa.ni.is/Arsskyrslur/NI_Arsskyrsla_2016.pdf [skoðað 10.6.2021]

Eyþór Einarsson 1998. Ung og gömul jökulsker í Breiðamerkurjökli. Landnám plantna og framvinda gróðurs. Í Gísli Sverrir Árnason ritstj., Kvískerjabók, bls. 222–254. Höfn í Hornafirði: Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu.

Tengiliður

Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur.