Vöktun straumanda

Tímamörk

Rannsóknaverkefni til fimm ára, 2017–2022.

Samstarfsaðilar

Unnið fyrir HS Orku sem greiðir verkefnið.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Haustið 2016 óskaði HS Orka eftir því að Náttúrufræðistofnun Íslands rannsakaði straumandavarp á og í grennd við framkvæmdarsvæði fyrirhugaðrar Brúarvirkjunar við Tungufljót, sbr. álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Brúarárvirkjunar.

Árið 2017 voru farnar tvær könnunarferðir til að kanna útbreiðslu og varp straumanda við Tungufljót. Í júní 2018 var samþykkt vöktunaráætlun næstu fimm árin um vöktun straumanda við Tungufljót auk samanburðartalninga á sambærilegri á, Brúará í Biskupstungum.

Nánari upplýsingar

Straumönd

Niðurstöður

NÍ-22010 (pdf, 5 MB). Svenja N.V. Auhage og Kristinn Haukur Skarphéðinsson. Straumendur við Tungufljót og Brúará 2017–2022 og hugsanleg áhrif Brúarvirkjunar. Unnið fyrir HS Orku. 

Minnisblað: Straumendur við Tungufljót og Brúará 2020

Minnisblað: Straumendur við Tungufljót og Brúará 2019

Minnisblað: Straumendur við Tungufljót og Brúará 2017

Tengiliður

Svenja N.V. Auhage.