Sílamáfur (Larus fuscus)

Útbreiðsla

Sílamáfur verpur í Evrópu og hluta Síberíu. Hann nam hér land upp úr 1930 og fjölgaði að því er virðist samfellt fram til 2004 þegar sandsílabresturinn hófst. Sílamáfur er farfugl og fer til stranda Portúgals, Spánar og V-Afríku á vetrum (Gunnar Þór Hallgrímsson o.fl. 2012). Íslenskir varpfuglar teljast til deilitegundarinnar L. f. graellsii sem verpur auk þess í Færeyjum og á Bretlandseyjum. 

Stofnfjöldi

Varpstofninn var metinn um 50.000 pör fram til 2004 þegar sandsílabresturinn hófst (Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn). Langstærsta varpið er á Rosmhvalanesi (Miðnesheiði), talið yfir 40 þúsund pör árið 2004 en aðeins um 5.000 pör árið 2005 (Gunnar Þór Hallgrímsson og Páll Hersteinsson 2011). 

Válistaflokkun

DD (gögn vantar)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
DD LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 13,9 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1975–2017

Sílamáfsstofninn er mjög stór en hefur ekki verið metinn eftir að hrun í sandsílastofninum hófst kringum 2005. Fram að því hafði stofninn vaxið mjög hratt (Gunnar Þór Hallgrímsson og Páll Hersteinsson 2011). Ljóst er að sílamáf hefur fækkað mikið en talningar vantar sárlega á mikilvægustu varpstöðvunum. Sílamáfur er langlífur fugl og viðmiðunartímabilið langt (42 ár). Því er óvíst hvort stofnþróun í heild á viðmiðunarárum (1975–2017) hafi leitt til heildarfækkunar á þessu tímabili. Sílamáfur er því flokkaður sem DD (upplýsingar vantar).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Sílamáfur var ekki í hættu (LC).

Verndun

Sílamáfur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða sílamáf allt árið.

Válisti

Eitt varpsvæði hér telst alþjóðlega mikilvægt fyrir sílamáf, þ.e. á Rosmhvalanesi (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa/Afríka/SA-Asía = 4.983 pör/pairs (Wetlands 2016)

B1 i: V-Evrópa/Miðjarðarhaf/N-Afríka (L.f. graellsii) = 1.937 pör/pairs (Wetlands 2016)

Töflur

Sílamáfsvörp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Colonies of Larus fuscus in important bird areas in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Rosmhvalanes1 SF-V_3 B **40.200 2004 89,3 A4i, A4iii, B1i
Álftanes–Skerjafjörður2 FG-V_2 B 1.000 2004 2,2  
Borgarfjörður–Löngufjörur2,3 SF-V_6 B 800 2005 1,8  
Alls–Total     42.000   93,3  
1Gunnar Þ. Hallgrímsson og Páll Hersteinsson 2011 2Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data 3Gunnar Þ. Hallgrímsson o.fl. 2006 **31.138 pör 2005; stofnhrun vegna ætisskorts - 31.138 pairs in 2005; sharp decline due to food shortage.

Myndir

Heimildir

Gunnar Þór Hallgrímsson og Páll Hersteinsson 2011. Spatial contraction in a large gull colony in relation to the position of Arctic Fox dens. European Journal of Wildlife Research 58: 441–450.

Gunnar Þór Hallgrímsson, Hallgrímur Gunnarsson og Páll Hersteinsson 2006. Stærð sílamáfsvarps á Álftanesi á Mýrum. Bliki 27: 55–57.

Gunnar Þór Hallgrímsson, Hallgrímur Gunnarsson, Ólafur Torfason, R.J. Buijs og K.C.J. Camphuysen 2012. Migration pattern of Icelandic Lesser Black-backed Gulls Larus fuscus graellsii: indications of a leap-frog system. Journal of Ornithology 153: 603–609.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

English Summary

Larus fuscus colonized Iceland in the 1930s and is now the most common gull in Iceland, estimated 50,000 pairs in 2004. Numbers have declined considerably since, due to crash of the sandeel Ammodytes spp. stocks. One IBA is designated for this species, holding 90% of the population.

Icelandic Red list 2018: Data deficient (DD), uplisted from LC in 2000.