Snarrótarpuntur (Deschampsia cespitosa)

Útbreiðsla

Snarrótarpuntur er algengur um allt land, nema síst á Vestfjörðum og Skaftafellssýslu. Hann vex í gömlum túnum, graslendi, móum og deiglendi frá láglendi upp í 700 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Gróskumikið graslendi, móar og tún.

Lýsing

Stórvaxið gras (40–120 sm) sem myndar áberandi þúfur. Punturinn er fjólubláleitur og langur. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin 2–4 mm breið, mjög snörp og skarprifjuð. Slíðurhimnur efstu blaðanna 5–6 mm langar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn 15–20 sm langur, keilulaga. Smáöxin tvíblóma, fjólubláleit eða dökkbrún. Neðri axögnin eintauga, 3 mm; sú efri þrítauga, 3,5 mm. Löng hár umhverfis blómagnirnar. Neðri blómögnin með bakstæðri týtu við fótinn (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist helst hálíngresi en snarrótarpunturinn þekkist á skarprifjuðum blöðum, hvítröndóttum gegnt ljósi og grófgerðari punti.

Útbreiðslukort

Myndir

Author

Hörður Kristinsson 2007

Gróskumikið graslendi, móar og tún.

Biota