Svartbakur (Larus marinus)

Útbreiðsla

Svartbakur verpur beggja vegna Atlantshafs. Hér verpur hann með ströndum allt í kringum land og sums staðar meðfram ám og vötnum inn til landsins, jafnvel á hálendinu. Helstu varpsvæðin eru við sunnanverðan Breiðafjörð og á Mýrum. Svartbakur er að mestu staðfugl en eitthvað af fuglum á fyrsta ári flækist til nágrannalandanna.

Stofnfjöldi

Íslenski stofninn var metinn um 50.000 pör (Agnar Ingólfsson 1982) en síðar metinn um 15.000−20.000 pör (Náttúrufræðistofnun Íslands 2000). Fyrri talan er sennilega töluvert ofmat miðað við það sem vitað er um meginvarpsvæðið við Breiðafjörð (12−18 þúsund pör metin 1973; Arnþór Garðarsson 1973). Stofninn var árið 2016 gróflega áætlaður 6.000−8.000 pör (sjá kort).

Svartbak hefur fækkað áberandi mikið á síðustu áratugum og mörg vörp hafa dregist saman eða gersamlega horfið. Vetrarvísitölur sýna samfellda fækkun síðan 1960 og hefur hún verið um 90% á Suðvesturlandi (Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2010, Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn).

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
EN LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 12 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1978–2014

Svartbaki hefur fækkað mikið víðast hvar á landinu og hefur sú þróun staðið yfir um áratugaskeið. Margar byggðir hafa lagst af og nánast alls staðar þar sem fjöldi varppara hefur verið metinn eða talinn hefur fuglunum fækkað mikið. Vetrarvísitala endurspeglar þessa þróun en samkvæmt henni fækkaði svartbökum um 65% á viðmiðunartímabilinu 1978–2014 (sjá graf). Svartbakur er því flokkaður í hættu (EN, A2abc).

Viðmið IUCN: A2abc

A2. Fækkun í stofni ≥50% á síðustu 10 árum eða síðustu þremur kynslóðum, hvort sem er lengra, þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt eftirtöldum atriðum:(a) beinni athugun,(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni,(c) samdrætti á dvalar- eða varpsvæði, útbreiðslusvæði og/eða hnignun búsvæðis.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Svartbakur var flokkaður sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Verndun

Svartbakur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða svartbak allt árið.

Válisti

Öruggt má telja að Breiðafjörður sé eina varpsvæði svartbaks hér á landi sem telst alþjóðlega mikilvægt. Þar gæti helmingur íslensku fuglanna orpið, og gróflega áætlað verpa a.m.k. 63% stofnsins innan mikilvægra fuglasvæða (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: N- og V-Evrópa = 1.150 pör/pairs (Wetlands International 2016, uppfært/updated)

B1 i: A4 i

Töflur

Svartbaksvörp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Colonies of Larus marinus in important bird areas in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur1 SF-V_6 B 500 2016 7,1  
Breiðafjörður1 SF-V_8 B 3.500 2016 49,6 A4i, B1i
Stigahlíð–Deild2 SF-V_25 B 100 2014 1,4  
Hvanndalabjörg2 SF-N_5 B 100 2014 1,4  
Öxarfjörður3 VOT-N_12 B 230 2009 3,3  
Alls–Total     4.430   62,8  
1Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat/rough estimate 2Arnþór Garðarsson, gróft mat/rough estimate 3Þorkell Lindberg Þórarinsson o.fl. 2013

Myndir

Heimildir

Agnar Ingólfsson 1982. Máfar, kjóar og skúmar. Í Arnþór Garðarsson, ritstj. Fuglar. Rit Landverndar 8, bls. 61–76. Reykjavík: Landvernd.

Arnþór Garðarsson 1973. Fuglastofnar og selir á Breiðafirði: bráðabirgðaskýrsla í október 1973. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Guðmundur A. Guðmundsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Svenja Auhage 2010. Vetrarfuglar á Suðvesturlandi í 50 ár: hrun í svartbaksstofninum. Í Birta Bjargardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2009, bls. 31–33. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2000. Válisti 2: fuglar. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Þorkell Lindberg Þórarinsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Böðvar Þórisson, Guðmundur A. Guðmundsson, Halldór Walter Stefánsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Yann Kolbeinsson 2013. Fuglar á Austursandi við Öxarfjörð. Bliki 32: 59–66.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

English Summary

Larus marinus used to be the most common gull in Iceland, but the population has declined dramatically in the past decades and is now roughly estimated 6,000−8,000 pairs. One area is designated IBA for this species and 63% of the birds may breed in IBAs.

Icelandic Red list 2018: Endangered (EN, A2abc), uplisted from Vulnerable (VU) in 2000.