Pöddugreiningar

Náttúrufræðistofnun Íslands býður upp á pöddugreiningar og ráðgjafarþjónustu fyrir almenning og meindýraeyða. Tilfallandi sýni eru greind við fyrstu hentugleika og niðurstöður póstsendar viðkomandi ásamt upplýsingum um lifnaðarhætti og skaðsemi dýranna og leiðbeiningum um aðgerðir.

Eyðublað (pdf) til útfyllingar með pöddugreiningu sem gott er að fylla út áður en komið er með sýni á stofnunina.

Aðeins er tekið við pöddum sem hafa verið einangraðar frá matvöru, fatnaði eða öðru þar sem þær hafa fundist. Ekki er tekið á móti pakkningum, til dæmis mjölpokum, til að leita að pöddum í þeim, því það bíður heim sýkingarhættu á stofnuninni.

Pöddugreining kostar kr. 3.300.

Hægt er að kynna sér pöddur á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |