Sinubruni í landi Jarðlangsstaða við Langá á Mýrum

Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa kannað umfang og útbreiðslu sinubrunans sem varð í landi Jarðlangsstaða 26. maí 2010. 

Alls brunnu 13,2 ha af algrónu landi. Mestur hluti svæðisins var vaxinn allt að þriggja metra háu birkikjarri. Flatarmál þess er samtals 8,6 ha sem eru tveir þriðju hlutar svæðisins sem varð eldinum að bráð. Votlendið sem brann er 3,3 ha að flatarmáli en það er aðallega framræstur þýfður klófífuflói. Graslendið sem brann er 1,3 ha að flatarmáli.