Gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 700/2022 er ákvörðuð af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og er auglýst í Stjórnartíðindum.

GJALDSKRÁ

fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

1. gr.

Gjald fyrir útselda vinnu sérfræðings.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald samkvæmt gjaldskrá þessari fyrir rannsóknir og ráð­gjöf sem falla undir 4. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur sam­­kvæmt 5. gr. laga nr. 60/1992. Gjald fyrir hverja klukkustund skal vera eftirfarandi án vsk:

 a) Fyrir sérfræðinga I kr. 17.800

 b) Fyrir sérfræðinga II kr. 15.900

 c) Fyrir sérfræðinga III kr. 14.000

2. gr.

Skordýra- og sveppagreiningar.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald fyrir greiningu á skordýrum og myglusveppum sam­kvæmt 5. gr. laga nr. 60/1992.

Gjaldið skal vera kr. 3.500 fyrir skordýragreiningu til almennings.

Fyrir greiningu á myglusveppum í mannvirkjum skal innheimta tímagjald skv. 1. gr. gjaldskrár­innar.

3. gr.

Útgáfa rita.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald fyrir útgáfu rita samkvæmt 5. gr. laga nr. 60/1992. Gjald fyrir hvert rit skal vera eftirfarandi án vsk:

 a) Fyrir Fjölrit Náttúrufræðistofnunar kr. 1.700

 b) Fyrir Blika kr. 2.000

4. gr.

Útflutningsleyfi fyrir rannsóknarsýni.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald vegna útgáfu á útflutningsleyfi fyrir rannsóknar­sýni sam­kvæmt. 5. gr. laga nr. 60/1992.

Gjaldið skal vera kr. 50.000.

5. gr.

Útflutningsleyfi fyrir minjagripi og uppstoppuð dýr.

Náttúrufræðistofnun Íslands innheimtir gjald vegna útgáfu á útflutningsleyfi til almennings fyrir minjagripi og uppstoppuð dýr samkvæmt 5. gr. laga nr. 60/1992.

Gjaldið skal vera kr. 7.150.

6. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.

Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 410/2021 fyrir þjónustu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 10. júní 2022.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Stefán Guðmundsson

 

B deild - Útgáfud.: 14. júní 2022

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |