Laus störf

Umsjón fasteigna, afgreiðsla og þjónusta

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða fjölhæfan og þjónustulundaðan einstakling í fullt starf við stofnunina í Garðabæ.

Starfið felur í sér:

  • Umsjón með smærri vöruinnkaupum og rekstrarþáttum er varða skrifstofuhald, húsnæði, tæki, bifreiðar, húsbúnað og framkvæmd tilheyrandi þjónustusamninga
  • Umsjón með fundaherbergjum og undirbúningur funda
  • Afleysingar í móttöku stofnunarinnar og frágangur í eldhúsi
  • Sendiferðir og ýmis aðstoð við starfsfólk
  • Önnur tilfallandi verkefni að ósk yfirmanns

Hæfniskröfur:

  • Verklagni og reynsla við ýmiss konar viðhald
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund, sveigjanleiki og jákvæðni 

Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf 1. ágúst n.k.

Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lárus Þór Svanlaugsson (larus@ni.is). Umsókn ásamt ítarlegri ferilskrá og a.m.k. tveimur meðmælendum þarf að berast fyrir 2. júlí n.k. í tölvupósti á larus@ni.is eða á heimilisfang Náttúrufræðistofnunar Íslands, Urriðaholtsstræti 6-8, IS-210 Garðabær.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

Öll laus störf eru einnig auglýst á Starfatorgi.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |