Gargönd (Mareca strepera)

Útbreiðsla

Gargönd verpur í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Hún er nær alger farfugl. Gargönd er fáliðaður varpfugl hér á landi og með takmarkaða útbreiðslu, þótt stöku fuglar verpi víða á andríkum svæðum.

Stofnfjöldi

Talið er að hér verpi 400−500 pör og byggist það einkum á talningum á Mývatni þar sem gargöndin er langalgengust. Fuglum þar fjölgaði verulega frá 1990 til 2011, en þá fundust þar 625 steggir að vori. Í kjölfarið tók við töluverð fækkun og hefur þeim fækkað um 40% frá 2014 (Yann Kolbeinsson o.fl 2023).  

Válistaflokkun

VU (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 3,61 ár
Tímabil sem mat miðast við (2 kynslóðir): 2017-2024

Gögn frá Mývatni sýna öra fækkun í stofni garganda yfir viðmiðunartímabilið. Þar sem gargönd er fáliðaður stofn hér á landi og sýnir auk þess fækkun ætti hún að flokkast sem tegund í hættu (EN, C1), þ.e. stofn sem er undir 2500 kynþroska einstaklingar og fækkun um >20% á viðmiðunartímabilinu (2017-2024). Athugið að viðmiðunartímabil fyrir svo fáliðaða stofna er styttra (2 kynslóðir) en almennt er (3 kynslóðir). Þetta mat er hins vegar fært niður hér samkvæmt leiðbeiningum IUCN. Íslenskar gargendur eru farfuglar og getur stofninn því ekki talist einangraður og er auk þess <1% af evrópska stofninum (1 flokkur). Endanlegt mat er því að gargöndin sé í nokkurri hættu (VU).

Viðmið IUCN: (C1)

C. Stofn undir 2500 kynþroska einstaklingar
1. Fækkun í stofni sem nemur 20% yfir 5 ár eða tvær kynslóðir, hvort sem er lengra.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Gargönd var flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Válisti 2018: Gargönd var í yfirvofandi hættu (NT).

Verndun

Gargönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Mývatn er eina svæðið hér á landi sem hefur alþjóðlega þýðingu fyrir gargendur (sjá töflu). Þar er jafnframt mikinn meirihluta íslenska varpstofnsins að finna og eins er Mývatn eini þekkti fjaðrafellistaður gargandar hér á landi. Líklegt er að gargendur felli einnig fjaðrir í Skagafirði, því 50–70 gargandar­steggir hafa iðulega sést á Áshildarholtsvatni síðsumars (Einar Ó. Þorleifsson, óbirt heimild).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 2.350 fuglar/birds; 783 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: NV-Evrópa = 1.100 fuglar/birds; 367 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Gargandarvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Mareca strepera in important bird areas in Iceland.

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Vestmannsvatn1 VOT-N_9 B 13 2016 2,9  
Mývatn–Laxá2 VOT-N_11 B 362 2006–2015 80,4 B1i
Öxarfjörður1 VOT-N_12 B 5 2016 1,1  
Úthérað3 VOT-A_3 B 5 2000 1,1  
Alls–Total     385   85,6  
1Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data
2Náttúrurannsóknastöðin við Mývatnn, óbirt gögn/unpubl. data
3Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2001

Myndir

Heimildir

Guðmundur A. Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður H. Magnússon, Kristbjörn Egilsson, Halldór Walter Stefánsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2001. Kárahnjúkavirkjun: áhrif breytinga á vatnafari Jökulsár á Dal og Lagarfljóts á gróður, fugla og seli. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01005. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Yann Kolbeinsson, Snæþór Aðalsteinsson, Árni Einarsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, & Þorkell Lindberg Þórarinsson. (2023). Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023. Sótt 3. Mars 2025 af: https://nna.is/wp-content/uploads/2024/01/2306-Fuglavoktun-2021-2023.pdf

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Andfuglar (Anseriformes)
Tegund (Species)
Gargönd (Mareca strepera)

English Summary

The Mareca strepera population in Iceland is estimated 400‒500 pairs with approx. 80% breeding at Lake Mývatn, which is designated IBA for this species.

Icelandic Red list 2025: Vulnerable (VU).