Marhálmsgræður

F2.35

EUNIS-flokkun

A2.61 Seagrass beds on littoral sediments.

Marhálmsgræður
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Marhálmsblettur í mynni Vatnsfjarðar í Breiðafirði. – A patch of Zostera angustifolia in the Westfjords.

Marhálmsgræður
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Marhálmsgræða neðan klóþangsfjöru í Arnarnesvogi. – Zostera angustifolia bed on a littoral sediments, below a belt of Ascophyllum nodosum in southwestern Iceland.

Lýsing

Fínkornóttar leirur með breiðum af marhálmi sem er graskennd æðplanta og einkennistegund vistgerðarinnar. Súrefnislaust, dökkt eða svart lag tekur oft við um 5 cm undir yfirborði setsins. Seltan er breytileg en marhálmur þolir mjög breitt seltubil (Tutin 1938) og er ein af fáum æðplöntum hér á landi sem vex í fjörum þar sem fullsaltur sjór fellur yfir. Vistgerðin er mjög tegundarík því vegna marhálmsins safnast lífríkur massi í leiruna sem dregur að sér ýmsar tegundir lífvera (Boström og Bonsdorff 1997). Hér á landi eru þó nánast engar ásætur á marhálminum eins og algengt er annars staðar. Marhálmsgræður voru mun algengari hér áður fyrr, en upp úr 1930 kom upp sýking sem eyddi marhálmi að mestu úr fjörum í N-Atlantshafi. Hann er að ná sér á strik aftur hér á landi þótt hann sé ekki orðinn jafn algengur og áður. Vistgerðin er helst þar sem set nær aldrei að þorna alveg, oft við árósa eða í sjávarlónum. Marhálmsgræður hafa lítið verið rannsakaðar hér á landi.

Fjörubeður

Sandur (fínn), leir.

Fuglar

Marhálmur er mikilvæg fæða fyrir margæs, álft og rauðhöfðaönd. Mest af honum er þó tekið meðan hann er á kafi og þá aðallega neðan fjörumarka.

Líkar vistgerðir

Skeraleirur, gulþörungaleirur, sandmaðksleirur.

Útbreiðsla

Einkum við Vesturland og Suðausturland.

Verndargildi

Miðlungs. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Útbreiðslukort marhálmsgræður

Þekkt útbreiðsla marhálmsgræða er um 1% (11 km2) af fjörum landsins. – Known distribution of seagrass beds on littoral sediments, dominated by Zostera angustifolia. They cover about 1% (11 km2) of the coast.

 

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Marhálmur Zostera angustifolia Ánar Oligochaeta
Grænþörungsættkvísl Ulva spp. Burstaormar Polychaeta
    Samlokur Bivalvia
    Kræklingur Mytilus edulis
    Sæsniglar Gastropoda
    Marflær Amphipoda
    Krabbaflær Copepoda
    Fjörulýs Jaera spp.
    Þráðormar Nematoda

 

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, marhálmsgræður

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá

 

Heimildir

Boström C. & Bonsdorff  E. 1997. Community structure and spatial variation of benthic invertebrates associated with Zostera marina (L.) beds in the northern Baltic Sea. Journal of Sea Research 37: 153-166.

Tutin T.G. 1938. The autecology of Zostera marina in relation to its wasting disease. New Phytologist 37(1): 50-71.