Vöktun rjúpnastofnsins
Vöktun rjúpnastofnsins
Tímamörk
Langtímaverkefni, með afmarkaða verkþætti sem hafa mismunandi tímamörk.
Samstarfsaðilar
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Umhverfisstofnun, Háskóli Íslands, erlendir samstarfsaðilar.
Styrkir
Rannsóknasjóður RANNÍS, Veiðikortasjóður.
Um verkefnið – Markmið og verkþættir
Markmiðið er að vakta íslenska rjúpnastofninn með skilvirkum hætti þannig að hægt sé að veita áreiðanlega ráðgjöf um ástand hans og veiðiþol. Vöktunin er skipulögð þannig að gagna er aflað um breytileika milli ára á tilteknum stofnþáttum rjúpunnar (vísitölur) og breytingar greindar á stofnstærð og veiðiþoli í tæka tíð þannig að hægt sé að veita áreiðanlega veiðiráðgjöf. Stofnvísitala er metin á vorin með talningum á körrum á varpslóðum og síðan er viðkoman metin síðsumars með því að telja rjúpnaunga.
Innan þessa langtímaverkefnis eru nokkur sérverkefni:
- Stofnerfðafræði rjúpunnar
- Heilbrigði rjúpunnar
- Stofnlíkan rjúpunnar
- Erfðafræði rjúpunnar
Nánari upplýsingar
Rjúpnavængir (word og pdf eyðublöð)
Samantekt niðurstaðna
Ólafur K. Nielsen 2014. Aldurshlutföll í rjúpnaafla haustið 2013 (pdf, 2 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-14002. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ólafur K. Nielsen, Alexander Weiss og Guðmundur A. Guðmundsson 2014. Rock ptarmigan (Lagopus muta) health studies in Northeast Iceland 2013: morphology and body reserves (pdf, 4,9 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-14003. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ólafur K. Nielsen, Nicolas de Pelsmaeker og Guðmundur A. Guðmundsson 2013. Rock ptarmigan (Lagopus muta) health studies in Northeast Iceland 2012: morphology and body reserves (pdf, 1,1 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-13001. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ólafur K. Nielsen 2013. Aldurshlutföll i rjúpnaafla haustið 2012 (pdf, 1,5 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-13005. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ólafur K. Nielsen 2012. Aldurshlutföll í rjúpnaafla haustið 2011 (pdf, 446 KB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12001. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ólafur K. Nielsen 2012. Tillögur að rjúpnarannsóknum 2013–2017 (pdf, 0,9 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12009. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Sjá einnig yfiirlit vísindagreina í ritaskrá Ólafs Karls Nielsen.
Niðurstöður rjúpnatalninga
Tillögur að rjúpnaveiði
Rjúpnaveiði 2011 minnki frá því í fyrra
Aldurshlutföll á veiðitíma 2008 - nýjustu tölur
Aldurshlutföll á veiðitíma 2008
Dregið verður úr rjúpnaveiðum 2007
Veiðiráðgjöf NÍ 2006 - Draga þarf verulega úr rjúpnaveiðum
Stofnbreytingar
Þegar smellt er á rauðu svæðin á kortinu má sjá yfirlit yfir breytingar á rjúpnastofninum á tímabilinu 1981-2019 á nokkrum talningasvæðum á Norðausturlandi.
Tengiliður
Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur