Fundur á plöntu eða dýri

Á Náttúrufræðistofnun Íslands er upplýsingum safnað um flesta þætti í náttúru landsins. Leitað er eftir aðstoð almennings við að halda til haga ýmsum náttúrufræðilegum athugunum sem síðan eru skráðar í gagnabanka. Þeir sem geta gefið upplýsingar af þessu tagi hafi gjarnan samband við stofnunina.

 • Fuglamerkingar

  Fuglamerkingar

  Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um fuglamerkingar á Íslandi. Almenningur er beðinn að tilkynna merktan fugl til stofnunarinnar. Sjá nánar á síðu um fuglamerkingar.

 • Fundur á plöntu

  Fundur á plöntu

  Sérfræðingar stofnunarinnar taka að sér plöntugreiningar. Slíkum fyrirspurnum má gjarnan fylgja þurrkað eintak plöntunnar og eða ljósmynd ef kostur er, auk upplýsinga um fundarstað, búsvæði, dagsetningu og fleira sem kann að vera vert að nefna í hverju tilviki fyrir sig.

  Upplýsingar sem mega gjarnan fylgja:

  • Tegundarheiti
  • Útlitslýsing
  • Ljósmynd
  • Þurrkað sýni (nauðsynlegt ef um mosa er að ræða)
  • Staðarheiti
  • Búsvæði
  • Hnit
  • Stærð svæðis sem plantan vex á eða fjöldi plantna
  • Dagssetning
  • Nafn, netfang og símanúmer finnanda
 • Fundarstaðir alaskalúpínu og skógarkerfils

  Fundarstaðir alaskalúpínu og skógarkerfils

  Stýrihópur, skipaður af umhverfisráðherra og sem í sitja forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landgræðslustjóri ásamt fleiri starfsmönnum stofnananna, safnar upplýsingum um útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils til að fá sem besta yfirsýn yfir dreifingu tegundanna.

  Eyðublöð á vef um Ágengar tegundir.

 • Vöktun refastofnsins

  Vöktun refastofnsins

  Vöktun íslenska refastofnsins byggir á úrtaki veiddra dýra um allt land á öllum árstímum. Veiðimenn eru hvattir til að taka þátt og senda hræ til krufninga og aldursgreiningar.

  Nánari upplýsingar um melrakkann og vöktun íslenska refastofnsins.

 • Vöktun rjúpnastofnsins

  Vöktun rjúpnastofnsins

  Söfnun rjúpnavængja er liður í vöktun rjúpnastofnsins. Hægt er að greina aldur fuglsins á vængnum en aldurshlutföll skipta máli við útreikning á afföllum og stofnstærð.  Mikilvægt er að safna marktækum sýnum í öllum landshlutum og eru veiðimenn hvattir til að senda annan vænginn af öllum fuglum sem þeir fella til Náttúrufræðistofnunar Íslands ásamt útfylltu eyðublaði (pdf) sem má fylla út og prenta.

  Nánari upplýsingar um rjúpuna og rannsóknir á rjúpunni.

 • Hvalrekar

  Hvalrekar

  Upplýsingar um rekna hvali hafa verið skráðar um áratugaskeið. Sumar eiga við hvali sem hafa lokast inni í ís eða bein sem fundist hafa í jörðu en slíkir fundir eru frekar sjaldgæfir. Hvali rekur við og við á fjöru og eru finnendur vinsamlegast beðnir að láta vita um slík atvik. Sem ítarlegastar upplýsingar eru vel þegnar en einkum eru það:

  • Staðarheiti
  • Dagsetning
  • Tegund hvals ef vitað er
  • Fjöldi dýra
  • Nafn, netfang og símanúmer finnanda

  Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun og fleiri aðilar hafa með sér samstarf um aðkomu opinberra stofnana varðandi hvalreka. Verklagsreglur um hvalreka er að finna á vef Umhverfisstofnunar.

 • Hvítabirnir, rostungar og leðurblökur

  Hvítabirnir, rostungar og leðurblökur

  Stofnunin tekur á móti upplýsingum eða ábendingum um komur flökkudýra, svo sem hvítabjarna, rostunga og leðurblaka, og öðrum vísbendingum um veru þeirra í landinu. Hvítabirnir hafa komið til Íslands í gegnum árin og lifandi rostungar sjást að meðaltali fimmta hvert ár. Rostungsleifar koma stundum upp við dýpkun hafna, gröft húsgrunna eða við sjávarrof. Leðurblökur af fjórum tegundum hafa sést hér um 20 sinnum svo öruggt má teljast.

  Grunnupplýsingar sem óskað er eftir um þessi dýr eru:

  • Staðarheiti
  • Dagsetning
  • Fjöldi dýra eða ef um beinaleifar er að ræða, hvers konar bein finnast
  • Nafn, netfang og símanúmer finnanda

  Stofnunin vill ennfremur gjarnan fá rostungs- og hvítabjarnarbein sem kunna að finnast og leðurblökur sem eru handsamaðar til varðveislu eða skoðunar.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

 • Fela
 • |