Straumönd (Histrionicus histrionicus)

Útbreiðsla

Straumönd verpur hvergi í Evrópu nema á Íslandi. Auk þess eru stofnar á Grænlandi, í Norður-Ameríku og Austur-Asíu. Hún er hér allalgeng og tiltölulega útbreiddur varpfugl við straumvötn, bæði á láglendi og hálendi. Dvelst með ströndum fram á veturna og er þéttleiki hennar mestur í útfjörðum og á annnesjum (sjá kort). Straumönd er talin alger staðfugl.

Stofnfjöldi

Varpstofn straumandar er talinn 3.000−5.000 pör og byggist það á fjölda straumanda á sjó veturna 1998−2001 (14.000 fuglar; Arnþór Garðarsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2003).  Þéttleiki straumanda í vetrarfuglatalningum er mestur í útfjörðum og á annnesjum (sjá kort). Straumönd er talin alger staðfugl.

Válistaflokkun

NT (í yfirvofandi hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
NT LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 6,27 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2005-2024

Vísitala straumanda í vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunar á landsvísu hefur haldist óbreytt yfir viðmiðunartímabilið (2005-2024). Á Laxá í Mývatnssveit fækkaði steggjum um 33% frá 2005 til 2024 (Yann Kolbeinsson o.fl. 2023), en þar sem einungis lítill hluti stofnsins verpur á því svæði og vetrarfuglatalningar sýna litlar breytingar er straumönd metin í yfirvofandi hættu (NT).

Á Válista 2000 var straumönd flokkuð eftir eldra kerfi IUCN sem tegund í yfirvofandi hættu (LR, cd = NT) en á þeim tíma lá ekki fyrir gott mat á stofninum.  

Hættuflokkar

Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Straumönd var flokkuð sem tegund í yfirvofandi hættu (LR, nú NT).

Válisti 2018: Straumönd var metin ekki í hættu (LC).

Verndun

Straumönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Þrenns konar mikilvæg svæði koma til álita fyrir straumönd, þ.e. varpsvæði, vetrarstöðvar og fellistöðvar. Mörg svæði koma væntanlega til greina en nákvæm skráning liggur ekki fyrir nema á hluta þeirra.

Flestar straumendur verpa dreift með ám en þó er hægt að tala um þéttbýli á allmörgum stöðum, einkum þar sem ár falla úr stöðuvötnum. Það langmesta er við Laxá í Mývatnssveit og er það jafnframt eina varpsvæðið sem telja má með vissu alþjóðlega mikilvægt hér á landi (sjá töflu 1).

Á grundvelli vel skráðrar vetrarútbreiðslu má greina a.m.k. átta mikilvæg straumandarsvæði þar sem um fjórðungur stofnsins heldur til (sjá töflu 2).

Fjaðrafellistöðvar straumandar eru þekktar í grófum dráttum og eru þær allar á stöðum sem jafnframt eru vetrarstöðvar en fuglarnir virðast þó einkum fella fjaðrir á annesjum á Vestfjörðum og Norðurlandi (Arnþór Garðarsson, óbirt heimild).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa (Ísland/Grænland) = 240 fuglar/birds; 80 pör/pairs (BirdLife 2016c)

B1 i: Ísland = 140 fuglar/birds; 47 pör/pairs (Bird­Life 2016c)

Töflur

Tafla 1: Meðalfjöldi straumanda á Laxá í Mývatnssveit að vorlagi – Mean spring number of Histrionicus histrionicus at Laxá river in the Mývatn area in Iceland.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Mývatn–Laxá VOT-N_11 B 258 2006–2015 6,5 A4i, B1i
*byggt á Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn

Tafla 2: Mikilvægar vetrarstöðvar straumanda á Íslandi – Important winter sites of Histrionicus histrionicus.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Kalmanstjörn–Garðskagi FG-V_1 W 153 1999 1,1 B1i
Kjalarnes FG-V_5 W 194 2000 1,4 B1i
Breiðafjörður  FG-V_11 W 1.626 1999–2001 11,6 A4i, B1i
Jökulfirðir1 FG-V_12 W 613 2003 4,4 A4i, B1i
Skagi** VOT-N_5 W 260 1999 1,9 A4i, B1i
Fljót–Siglufjörður FG-N_1 W 327 1999 2,3 A4i, B1i
Tjörnes FG-N_3 W 328 1999 2,3 A4i, B1i
Berufjarðarströnd  FG-A_1 W 228 1999 1,6 B1i
Alls–Total     3.729   26,6  
*byggt á Arnþór Garðarsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2003
1Náttúrustofa Vestfjarða, óbirt gögn/unpubl. data
**Skagaströnd (Bakki–Tjarnarland)

Myndir

Heimildir

Arnþór Garðarsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2003. Útbreiðsla og fjöldi straumanda á Íslandi að vetrarlagi. Bliki 23: 5–20.

BirdLife International 2016. IUCN Red List for birds. http://www.birdlife.org [skoðað 20.10.2016].

Yann Kolbeinsson, Snæþór Aðalsteinsson, Árni Einarsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, & Þorkell Lindberg Þórarinsson 2023. Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023. Sótt 3. Mars 2025 af: https://nna.is/wp-content/uploads/2024/01/2306-Fuglavoktun-2021-2023.pdf

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Andfuglar (Anseriformes)
Tegund (Species)
Straumönd (Histrionicus histrionicus)

English Summary

The breeding population of Histrionicus histrionicus in Iceland is estimated 3,000‒5,000 pairs, based on winter surveys of 14,000 birds. It is widely dispersed as a breeder, hence only one breeding area is designated IBA, with 6,5% of the pairs. Eight winter areas are designated IBAs, holding 27% of the population.

Icelandic Red list 2025: Near threatened (NT).