Lómur (Gavia stellata)

Útbreiðsla

Lómur verpur í N-Ameríku, en einnig á Grænlandi, í Evrópu og Asíu. Hann er farfugl að einhverju leyti og hingað koma líklega vetrar- og jafnvel fargestir frá Grænlandi.

Stofnfjöldi

Lómur er allalgengur hér á landi og hefur verið giskað á 1.000−2.000 pör (Umhverfisráðu­neytið 1992). Þekktir eru um 1.300 varpstaðir og enn eru stór landsvæði ókönnuð með tilliti til lómsvarps (Ævar Petersen o.fl. 2013). Sums staðar verpa lómar í miklu nábýli, oft tugir para á litlu svæði (sjá kort). 

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 8,31 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1999-2024

Stofnþróun lóms er ekki nógu vel þekkt hér á landi, sérstaklega í ljósi þess hve langt viðmiðunartímabilið er (25 ár) og kerfisbundin vöktun varpfugla hefur staðið í tiltölulega stuttan tíma eða frá 2006 (Ævar Petersen o.fl. 2013). Talningar úr Þingeyjarsýslum sýna aukningu í fjölda lóma (Yann Kolbeinsson o.fl. 2023), og talningar af Mýrum og við Markarfljót sýna litlar breytingar (Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn). Vetrarvísitala sýnir einnig mikla aukningu á þessum tíma en jafnframt miklar sveiflur í fjölda fugla sem tengjast væntanlega fiskigöngum (sjá graf). Talningar af áhrifasvæði Kárahnjúka hafa sýnt að fjöldi lóma er beintengdur við flatarmál þess svæðis sem er talið, og því líklegt að stofninn sé stöðugur (Halldór W. Stefánsson 2022). Lómur er því ekki talinn í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Lómur var ekki í hættu (LC).

Válisti 2018: Lómur var ekki í hættu (LC).

Verndun

Lómur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Fimm varpsvæði hér á landi teljast alþjóðlega mikilvæg fyrir lóm (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa (vetrarstofn/winter) = 300 fuglar/birds; 100 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A4 i

Töflur

Lómsvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Gavia stellata in important bird areas in Iceland.

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur1 FG-V_10 B 150 2016 10,0 A4i, B1i
Breiðafjörður1 FG-V_11 B 100 2016 6,7 A4i, B1i
Arnarvatnsheiði2 VOT-N_1 B 25 2012 1,7  
Skagi2 VOT-N_5 B 30 2012 2,0  
Öxarfjörður3 VOT-N_12 B 120 2009 8,0 A4i, B1i
Melrakkaslétta1,4 FG-N_4 B 110 2016 7,3 A4i, B1i
Úthérað5 VOT-A_3 B 220 2000 14,7 A4i, B1i
Hornafjörður–Kolgríma6 VOT-A_4 B 30 2016 2,0  
Breiðamerkursandur6 VOT-A_5 B 30 2016 2,0  
Suðurlandsundirlendi1 VOT-S_3 B 70 2016 4,7  
Önnur mikilvæg svæði
Other important areas
  B 80 2016 5,3  
Alls–Total     965   64,3  
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data
2Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat/rough estimate
3Þorkell L. Þórarinsson o.fl. 2013; Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data
4Guðmundur Örn Benediktsson, pers. uppl./pers. com.
5Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2001
6Björn Arnarson, pers. uppl./pers. com.

Myndir

Heimildir

Guðmundur A. Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður H. Magnússon, Kristbjörn Egilsson, Halldór Walter Stefánsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2001. Kárahnjúkavirkjun: áhrif breytinga á vatnafari Jökulsár á Dal og Lagarfljóts á gróður, fugla og seli. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01005. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Halldór W. Stefánsson, Skarphéðinn G. Þórisson, & Kristín Ágústsdóttir. (2022). Fuglarannsóknir á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar 2004-2020. Náttúrustofa Austurlands, skýrsla unnin fyrir Landsvirkjun (NA-210214).

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson, Snæþór Aðalsteinsson, Árni Einarsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, & Þorkell Lindberg Þórarinsson. (2023). Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023. Sótt 3. Mars 2025 af: https://nna.is/wp-content/uploads/2024/01/2306-Fuglavoktun-2021-2023.pdf

Þorkell Lindberg Þórarinsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Böðvar Þórisson, Guðmundur A. Guðmundsson, Halldór Walter Stefánsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Yann Kolbeinsson 2013. Fuglar á Austursandi við Öxarfjörð. Bliki 32: 59–66.

Ævar Petersen, Guðmundur Ö. Benediktsson og Ib K. Petersen 2013. Monitoring and population changes of Red-throated Divers in Iceland. Erindi flutt á International Loon and Diver Workshop, 21.–22. september 2013, Hanko, Finnlandi.


Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir og Borgný Katrínardóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Storkfuglar (Ciconiiformes)
Tegund (Species)
Lómur (Gavia stellata)

English Summary

The Gavia stellata population in Iceland is roughly estimated 1,000‒2,000 pairs. Five breeding areas are designated IBAs for this species and 64% of the population breeds in such areas.

Icelandic Red list 2025: Least concern (LC).