Skógarþröstur (Turdus iliacus)

Útbreiðsla

Skógarþröstur verpur í Evrópu og Asíu, langleiðina til Kyrrahafs. Hann er algengur hér og útbreiddur á láglendi um land allt. Íslenskir skógarþrestir teljast sérstök deilitegund (Turdus iliacus coburni) og eru þeir að langmestu leyti farfuglar. Veturseta fer þó vaxandi og sjást nú þúsundir fugla í árlegum vetrarfuglatalningum Náttúru­fræðistofnunar, einkum í þéttbýli suðvestanlands.

Stofnfjöldi

Skógarþrastastofnin er talinn um 165.000 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2016) og er það í samræmi við eldri ágiskun upp á  100.000−200.000 pör (Asbirk o.fl. 1997). 

Dreifing og þéttleiki eftir vistlendum: Skógarþröstur er láglendisfugl (sjá kort) og verpur þéttast í skógvistum, 46,4 pör/km², lúpínu, 21 par/km², og ræktarlandi, 9,1 par/km² (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2016). Reiknaður stofn er 165.000 pör og eru aðeins 0,4% hans talinn vera ofan 300 m hæðarlínu. Skógvistlendi er að vonum mikilvægast fyrir þessa tegund, en þar eru 82.200 pör, 50% stofnsins. Um 24% skógarþrasta reiknast innan mikilvægra fuglasvæða (sjá töflu).

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC NT

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 3,31 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2014-2024

Skógarþrestir eru vaktaðir á fimm stöðum á landinu sem hluti af vöktun mófugla. Þessar talningar eru á Suðurlandsundirlendinu, Mýrum í Borgarbyggð, við Markarfljót, í Þingeyjarsýslum og á Úthéraði (Pálsdóttir et al 2024, Yann Kolbeinsson o.fl. 2023, Áslaug Lárusdóttir o.fl. 2023, Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn). Skógarþresti fjölgar verulega á öllum talningarsvæðum og er því flokkaður sem ekki í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Skógarþröstur var ekki í hættu (LC).

Válisti 2018: Skógarþröstur var ekki í hættu (LC).

Staða á heimsvísu

Skógarþresti hefur fækkað töluvert í Evrópu og er nú á heimsválista sem tegund í yfirvofandi hættu (NT; BirdLife International 2015). 

Verndun

Skógarþröstur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Engin mikilvæg svæði eru skilgreind fyrir skógarþröst á Íslandi.

IBA viðmið – IBA criteria:

B3: Species of European conservation concern (category 4) – wintering

Töflur

Reiknaður fjöldi skógarþrasta sem gæti orpið á þeim mikilvægu fuglasvæðum þar sem >1% íslenska stofnsins er að finna – Calculated number of breeding Turdus iliacus within important bird areas with >1% of the Icelandic population.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 B 3.291 2013 2,0  
Melrakkaslétta  FG-N_4 B 2.437 2013 1,5  
Úthérað VOT-A_3 B 1.771 2013 1,1  
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 26.615 2013 16,1  
Önnur mikilvæg svæði
Other important areas
  B 6.225 2013 3,8  
Alls–Total     40.339   24,4  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data

Myndir

Heimildir

Asbirk S., L. Berg, G. Hardeng, P. Koskimies og Æ. Petersen 1997. Population sizes and trends of birds in the Nordic countries 1978–1994. TemaNord 614. Kaupmannahöfn: Nordic Council of Ministers.

Áslaug Lárusdóttir, Erlín Emma Jóhannsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Halldór Walter Stefánsson, Hálfdán Helgi Helgason, Jóhann Finnur Sigurjónsson, Kolbrún Þóra Sverrisdóttir, Kristín Ágústsdóttir og Margrét Gísladóttir (2023). Náttúrustofa Austurlands, ársskýrsla 2023. Sótt 3. Mars 2025 af: https://drive.google.com/file/d/1GTiIzOzIdq3ng4ZeYPCvUJDEE2pP4huw/view

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf [skoðað 20.10.2016].

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s. rafræn útgáfa leiðrétt í nóvember 2017. http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_55.pdf.

Pálsdóttir, A. E., Þórisson, B., & Gunnarsson, T. G. (2025). Recent population changes of common waders and passerines in Iceland’s largest lowland region. Bird Study, 1–13. https://doi.org/10.1080/00063657.2025.2450394

Yann Kolbeinsson, Snæþór Aðalsteinsson, Árni Einarsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, & Þorkell Lindberg Þórarinsson. (2023). Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023. Sótt 3. Mars 2025 af: https://nna.is/wp-content/uploads/2024/01/2306-Fuglavoktun-2021-2023.pdf

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Spörfuglar (Passeriformes)
Tegund (Species)
Skógarþröstur (Turdus iliacus)

English Summary

The Turdus iliacus population in Iceland is estimated 165,000 pairs, based on measured densities in different habitat types and known and probable distribution; 25% may nest in IBAs, but such areas are specifically designated for this species.

Icelandic Red list 2025: Near threatened (NT).