Papey

SF-A 11

Hnit – Coordinates: N64,59287, V14,17150
Sveitarfélag – Municipality: Djúpavogshreppur
IBA-viðmið – Category: A1, A4ii, A4iii, B1ii, B2
Stærð svæðis – Area: 1.257 ha (með verndarjaðri – with buffer zone)

Papey liggur úti fyrir mynni Hamarsfjarðar. Hún er 267 ha að stærð og 20 m há, vogskorin og að mestu girt lágum björgum. Nokkrar smærri eyjar og hólmar eru umhverfis Papey. Mikið lundavarp er á þessu svæði (132.750 pör), sem telst alþjóðlega mikilvægt, sem og teistubyggð (200 pör). Einnig er rituvarp í eynni (5.582 pör) og svartfuglavarp sem nær þó ekki alþjóðlegum mörkum eða 1% af Íslandsstofni.

Papey er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá.

Helstu varpfuglar í Papey – Key bird species breeding in Papey

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Rita1 Rissa tridactyla Varp–Breeding 5.582 2008 1,0  
Teista2 Cepphus grylle Varp–Breeding 200 2000 1,6 B1ii
Lundi3 Fratercula arctica Varp–Breeding 132.750 2014 6,6 A1, A4ii, B1ii, B2
Alls–Total     138.532     A4iii
¹Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2013. Framvinda íslenskra ritubyggða. Bliki 32: 1–10. 
²Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate.
3Arnþór Garðarsson og Erpur Snær Hansen. Lundatal. Í undirbúningi..

English summary

Papey and adjacent islets, E-Iceland, host internationally important numbers of Frater­cula arctica (132,750 pairs) and Cepphus grylle (200 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer