Nýtt rit um fæðu rjúpna að hausti

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið „Autumn food of rock ptarmigan Lagopus muta: the effect of age, sex, year and location“ eftir Chloé Dépré og Ólaf K. Nielsen og er það númer 59 í ritröðinni Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Í ritinu er fjallað um greiningar á fæðu rjúpna sem safnað var á tíu daga tímabili frá því seint í september og fram í byrjun október 2006–2014 á Norðausturlandi.

Sýnið var 679 rjúpur (48–88 fuglar á ári) og þar af voru 455 ungar og 224 fullorðnar. Til að meta vægi einstakra fæðuþátta var stuðst við annars vegar % af heildarþurrvigt og hins vegar % tíðni miðað við fjölda rjúpna. Samtals voru greindar rúmlega 80 tegundir plantna í fæðunni. Þýðingarmestu tegundirnar voru birki (27% miðað við þurrvigt, 62% miðað við tíðni), krækiberjalyng (14% þurrvigt, 63% tíðni), holtasóley (11% þurrvigt, 64% tíðni), og grasvíðir (10% þurrvigt, 41% tíðni). Algengustu plöntuhlutar í fæðu voru ber, sprotar smárunna, brum, reklar, fræ og lauf. Munur í fæðu rjúpna bæði með tilliti til plöntutegunda og plöntuhluta sýndi marktæk tengsl við söfnunarár og hæð söfnunarstaðar yfir sjó, en ekki við aldur eða kyn fuglanna eða samvirkni þáttanna (aldur*kyn). Eini marktæki þátturinn
tengdur aldri fuglanna var að ungfuglar samanborið við fullorðna fugla átu meira af fræjum og minna af trjákenndum hlutum

Autumn food of rock ptarmigan Lagopus muta: the effect of age, sex, year and location

Eldri útgáfur af Fjölriti Náttúrufræðistofnunar