Hrafnaþing - Farkerfi íslenskra tjalda (Haematopus ostralegus)

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 15. janúar 2025 kl. 15:15-16:00, mun Sölvi Rúnar Vignisson líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja flytja erindið „Farkerfi íslenskra tjalda (Haematopus ostralegus)".

Í erindinu verður fjallað um farkerfi íslenskra tjalda og rannsóknir því tengdu sem Þekkingarsetur Suðurnesja og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi hafa stundað um árabil. 

Útdráttur úr erindinu

Erindið verður flutt í Krummasölum, fundarherbergi Náttúrufræðistofnunar á 3. hæð í húsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti, Garðabæ. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams.  

Hægt er að fylgjast með dagskrá Hrafnaþings á vef Náttúrufræðistofnunar og áhugasömum er bent á að skrá sig á póstlista á natt@natt.is.