Fréttir
- 2025 chevron_left
- 2024 chevron_right
- 2023 chevron_right
- 2022 chevron_right
- 2021 chevron_right
- 2020 chevron_right
- 2019 chevron_right
- 2018 chevron_right
- 2017 chevron_right
- 2016 chevron_right
- 2015 chevron_right
- 2014 chevron_right
- 2013 chevron_right
- 2012 chevron_right
- 2011 chevron_right
- 2010 chevron_right
- 2009 chevron_right
- 2008 chevron_right
- 2007 chevron_right
- 2006 chevron_right
Fréttir
Vísindagrein um erfðabreytileika kúmens
Nýlega birtist grein um erfðabreytileika kúmens (Carum carvi L.) á Norðurlöndum. Kúmen á sér langa sögu á Íslandi og fáar jurtir hafa verið jafn mikið notaðar, bæði í matargerð og til lækninga. Hvað væri íslenska brennivínið án kúmens?
Stofngerð íslenska refsins
Hópur vísindafólks á vegum Náttúrufræðistofnunar dvaldi á starfsstöð stofnunarinnar og Rannsóknaseturs HÍ á Breiðdalsvík á vikulöngum vinnufundi nýverið. Hópurinn vann að greinaskrifum og gagnaúrvinnslu vegna verkefnisins Stofngerð íslenska refsins.
Birkifrjókornatímabilið að hefjast
Frjótími birkis er að nálgast og gæti hafist nokkru fyrr en venjulega í ár. Spár gera ráð fyrir að birkifrjókorn fari að mælast í andrúmslofti á næstu dögum, sérstaklega ef veður helst hlýtt og þurrt.
Auglýst eftir matráði
Náttúrufræðistofnun óskar eftir að ráða matráð í 40-50% stöðu á starfsstöð stofnunarinnar á Akranesi.
Ný tegund skjaldlúsar fundin á Íslandi
Nýlega birtist vísindagrein í tímaritinu ZooKeys sem fjallar um rannsókn á skjaldlúsum á Íslandi, unnin í samstarfi við ungverska vísindamenn. Í greininni er nýrri tegund lýst í fyrsta sinn.
Ný rannsókn á sveppagróum í andrúmslofti hafin
Náttúrufræðistofnun hefur umsjón með nýju rannsóknarverkefni sem hófst í byrjun apríl og snýr að sveppagróum í andrúmslofti á Íslandi. Markmiðið er að greina útbreiðslu, fjölbreytileika og tímasetningar sveppagróa.
Áhrif ferðamanna á refi á Hornströndum rannsökuð
Nýverið kom út vísindagrein í tímaritinu Wildlife Biology sem fjallar um rannsókn á Hornströndum þar sem könnuð voru áhrif ferðamanna á heimsóknir refa á greni á meðan þeir sinntu afkvæmum sínum.
Surtseyjarfélagið 60 ára og aðalfundur haldinn
Aðalfundur Surtseyjarfélagsins fór fram þann 2. apríl 2025 í húsi Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf, auk fræðsluerinda um rannsóknir í eynni.
Loftslagsbreytingar, frjókorn og lýðheilsa
Frjókorn frá birki og grösum eru meðal algengustu ofnæmisvalda í Evrópu og valda einkennum hjá allt að 40% íbúa. Ný vísindarannsókn sýnir að loftslag og landfræðileg staðsetning hafa veruleg áhrif á frjókornatímabil og að frjókornatímabil á Íslandi eru viðkvæm fyrir veðurbreytingum.