Ráðherraheimsókn á starfsstöð Náttúrufræðistofnunnar í Garðabæ, frá vinstri: Ásta Kristín Óladóttir, Anna Sveinsdóttir, Pawel Wasowicz, Sunna Björk Ragnarssdóttir, Eydís Líndal Finnbogadóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Magnús Guðmundsson og Stefán Guðmundsson. – Ljósm. Heiður Reynisdóttir
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heimsótti starfsstöð Náttúrufræðistofnunar í Garðabæ ásamt ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og aðstoðarmönnum sínum miðvikudaginn 26. febrúar síðast liðinn.
Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér hlutverk og starfsemi Náttúrufræðistofnunar og að hitta starfsfólk. Ráðherra ávarpaði starfsfólk á sal, drakk með þeim kaffi og því næst var húsnæði Náttúrufræðistofnunar skoðað. Litið var inn í öll vísindasöfn sem varðveita mikilvæga þekkingu um íslenska náttúru. Að lokum fundaði ráðherra og föruneyti með forstjóra og sviðsstjórum um helstu áhersluverkefni stofnunarinnar.