Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar vorið 2025 er lokið. Niðurstöður sýna nokkrar breytingar á fjölda rjúpna samanborið við árið 2024 en leitnin var ólík eftir landshlutum.
Á Vestfjörðum og Norðvesturlandi sýndu talningar svipaðan fjölda og síðustu ár, og á Austurlandi var fækkun frá því í fyrra. Á Suðurlandi var aukning og er stofninn þar við meðaltal síðustu ára. Á Vesturlandi og Norðausturlandi var talsverð aukning frá því árið 2024, og á vissum sniðum s.s. á Mýrunum og í Bakkafirði var fjöldi rjúpna sá hæsti sem sést hefur frá því talningar hófust.
Miðað við stofnvísitölur úr talningum síðustu 20 er rjúpnastofninn undir meðaltali á Austurlandi, í kringum meðaltal á Norðvesturlandi og Suðurlandi, og yfir meðaltali á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðausturlandi. Talið er líklegt að hár þéttleiki rjúpna á vissum svæðum tengist fækkun fálka.