Grýttur sandleir

F2.4 Grýttur sandleir

EUNIS-flokkun: A2.4 Littoral mixed sediments.

Lýsing

Setfjara þar sem fjörubeðurinn er samsettur úr misstórum flákum af leir, sandi, möl, steinvölum og hnullungum í ýmsum hlutföllum. Setið nær að jafnaði yfir 60% af heildarflatarmáli svæðisins og þangþekja er á bilinu 30–40%. Grýttur sandleir er oft á misstórum og sundurlausum spildum í þangfjörum og leirum og eru mörk yfirleitt fremur óljós. Á stærri steinum er þörungagróður sem líkist þeim sem er í þangfjörum en dýralíf er oft svipað og á leirum eða í setfjörum. Greint er á milli tveggja afbrigða af vistgerðinni eftir ríkjandi þangtegund: a) grýttur sandleir – klóþang og b) grýttur sandleir – bóluþang. Að jafnaði er grjótið stærra í klóþangsafbrigðinu.

Fjörubeður

Hnullungar, steinvölur, möl, sandur, leir.

Fuglar

Töluvert af fuglum í ætisleit, einkum æðarfugl, sendlingur, stelkur og tildra.

Líkar vistgerðir

Þangfjörur, leirur, óseyrar, líflitlar sandfjörur.

Útbreiðsla

Alls staðar þar sem þangfjörur og leirur finnast, mest inni í fjörðum.

Verndargildi

Lágt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Bóluþang Fucus vesiculosus Hrúðurkarl Semibalanus balanoides
Klóþang Ascophyllum nodosum Doppur Littorina spp.
Grænþörungsættkvísl Ulva spp. Kræklingur Mytilus edulis
Söl Palmaria palmata Mottumaðkur Fabricia stellaris
    Sandmaðkur Arenicola marina
    Marflær Amphipoda