Kræklingaleirur
F2.32 Kræklingaleirur
EUNIS-flokkun: A2.24 Polychaete/bivalve-dominated muddy sand shores.


Lýsing
Tiltölulega grófar leirur þar sem kræklingur vex í samhangandi klösum sem geta þakið allstór en sundurlaus svæði á yfirborði fjörunnar. Áfastar við kræklinginn vaxa algengar þörungategundir, en lífríkið í setinu undir og á milli kræklingsklasanna er fremur snautt. Þó eru þar tegundir sem eru algengar í sandmaðks- og skeraleirum. Stundum eru mörk á milli kræklinga- og sandmaðksleira fremur óljós (Agnar Ingólfsson 2006).
Fjörubeður
Möl (fín), sandur (grófur).
Fuglar
Mikilvægt fæðusvæði margra fuglategunda, þar á meðal æðarfugls og vaðfugla á borð við tjald og rauðbrysting.
Líkar vistgerðir
Sandmaðksleirur og grýttur sandleir.
Útbreiðsla
Aðallega inni í fjörðum á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Verndargildi
Mjög hátt.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Þang | Fucus spp. | Kræklingur | Mytilus edulis |
Doppur | Littorina spp. | ||
Hrúðurkarl | Semibalanus balanoides | ||
Tannkarl | Balanus crenatus | ||
Mottumaðkur | Fabricia stellaris | ||
Roðamaðkur | Scoloplos armiger | ||
Ánar | Oligochaeta | ||
Marflær | Amphipoda | ||
Fjörulýs | Jaera spp. | ||
Þráðormar | Nematoda |

Opna í kortasjá – Open in map viewer
Heimildir
Agnar Ingólfsson 2006. The intertidal seashore of Iceland and its animal communities. Zoology of Iceland Vol I, part 7. 85 pp.