Leirulón
FX.12 Leirulón
EUNIS-flokkun: X03 Brackish coastal lagoons.


Lýsing
Leirulón einkennast af tiltölulega víðáttumiklum leirum sem þorna upp að mestu þegar lágsjávað er. Grunnir árfarvegir og álar eru þó undir ferskvatni á fjöru en fyllast af sjó á flóði. Oft falla ár í leirulónin, stundum fleiri en ein. Seltan ræðst einkum af aðrennsli ferskvatns og innstreymi sjávar. Tegundafjölbreytni minnkar með lækkandi seltu en selta er yfirleitt minnst fjærst ósnum. Sjávarföll eru gjarnan mikil og dýpi lítið. Í sumum leirulónum helst ósinn alla jafna opinn og má áætla að lífríkið breytist mikið ef hann færist til eða lokast. Töluverður kræklingur liggur oft á malarblönduðum botni en flest önnur dýr eru grafin ofan í leðjuna. Lítið er um stórþörunga nema helst næst landi þar sem undirlagið er grófara (Agnar Ingólfsson 1990).
Fjörubeður
Möl, sandur, leir.
Fuglar
Mjög ríkulegt fuglalíf sem ræðst af leirugerð.
Líkar vistgerðir
Útbreiðsla
Algengust í Faxaflóa og við suðausturhluta landsins.
Verndargildi
Miðlungs.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Klapparþang | Fucus spiralis | Sandmaðkur | Arenicola marina |
Bóluþang | Fucus vesiculosus | Leiruskeri | Hediste diversicolor |
Slafak | Ulva intestinalis | Sandskel | Mya arenaria |
Marhálmur | Zostera angustifolia | Kræklingur | Mytilus edulis |
Lónaþreifill | Pygospio elegans | ||
Ánar | Oligochaeta | ||
Fjöruflær | Gammarus spp. |

Opna í kortasjá – Open in map viewer
Heimildir
Agnar Ingólfsson 1990. Sjávarlón á Íslandi. Fjölrit nr. 21. Náttúruverndarráð. Reykjavík.