Þangklungur

Lýsing

Þangklungur er að hluta til í raun blanda af tveimur vistgerðum, þangfjörum og setfjörum. Um er að ræða fremur skjólsælar fjörur þar sem skiptast á þangi vaxnar klappir, stórgrýti, hnullungar eða steinvölur, með áberandi setflákum inn á milli. Þang þekur um 50–70% af flatarmáli fjörunnar en annað yfirborð er setflákar sem oftast eru leir, sandur eða möl eða blanda af þessum efnisgerðum. Sethlutinn ræður miklu um tegundafjölbreytni sem þó er að jafnaði fremur mikil. Þangið fylgir yfirleitt beltaskiptingu eftir hæð í fjörunni og sandmaðkur er algengur í setinu. Greint er á milli tveggja undirgerða af þangklungri eftir ríkjandi þangtegund, undirlagi og aðstæðum; þær eru bóluþangsklungur og klóþangsklungur og er það síðarnefnda mun algengara.

Fjörubeður

Klappir, hnullungar, steinvölur, möl, sandur, leir.

Fuglar

Mikilvæg fæðusvæði fugla.

Líkar vistgerðir

Þangfjörur, grýttur sandleir, leirur og setfjörur.

Útbreiðsla

Aðallega á Vestur- og Norðvesturlandi.

Verndargildi

Verndargildi þangklungurs ræðst af þangklungursgerð (undirvistgerð).

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Klapparþang Fucus spiralis Doppur Littorina spp.
Klóþang Ascophyllum nodosum Sandmaðkur Arenicola marina
Bóluþang Fucus vesiculosus Sandskel Mya arenaria
Skúfþang Fucus distichus Hrúðurkarl Semibalanus balanoides
Kólgugrös Devaleraea ramentacea Kræklingur Mytilus edulis
Sjóarkræða Mastocarpus stellatus Nákuðungur Nucella lapillus
Söl Palmaria palmata Ánar Oligochaeta
Steinskúfur Cladophora rupestris Marflær Amphipoda
    Mottumaðkur Fabricia stellaris
    Snúðormategund Spirorbis spp.