Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Ingólfshöfði syðst í Öræfum, ásamt 1 km verndarjaðri til sjávar.
Lýsing
Að hluta vel gróinn klettahöfði en foksandur liggur að honum landmegin. Mikil ásókn ferðamanna en nánast ekkert núorðið um aðrar nytjar, s.s. sauðfjárbeit, fugla- og eggjatöku.
Forsendur fyrir vali
Mikið fuglalíf er í Ingólfshöfða og nær álkuvarp þar alþjóðlegum verndarviðmiðum.
Fuglar - Sjófuglabyggðir
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Álka (Alca torda) | Varp | 5916
|
2007 | 2,0
|
Ógnir
Ferðamennska og hlunnindanytjar.
Aðgerðir til verndar
Ingólfshöfði var friðlýstur sem friðland árið 1974. Kanna þarf hvort nauðsynlegt sé að stýra umferð betur og auka eftirlit í höfðanum. Styrkja vernd búsvæða í stjórnunar- og verndaráætlun.
Ingólfshöfði, Sveitarfélaginu Hornafirði: Stjórnunar- og verndararáætlun 2019-2028
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Ingólfshöfði | Friðland |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26
Kortasjá
Ingólfshöfði í kortasjáStærð
4,0 km2
Hlutfall land 16%
Hlutfall sjór 81%
Hlutfall strönd 3%