Álka (Alca torda)

Útbreiðsla

Álkan verpur við norðanvert Atlantshaf og hér verpur hún á sömu slóðum og langvía og stuttnefja (sjá kort). Hún er staðfugl að mestu en eitthvað af fuglum leitar til Bretlandseyja og Norðursjávar á vetrum.

Stofnfjöldi

Álkustofninn var talinn 313.000 pör kringum 2007 (Arnþór Garðarsson o.fl. 2019).

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 14,36 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1985-2028

Álkum fækkaði um 17% milli talninga 1983–1986 og 2006–2008 eða sem samsvarar um 0,85% á ári (Arnþór Garðarsson o.fl., 2019). Þessi breyting var þó ekki marktæk. Jafnframt breyttist varpdreifing verulega. Álkum fækkaði mjög í stóru byggðinni í Látrabjargi en fjölgaði mikið í Grímsey og víðar. Talningar á sniðum í völdum björgum hafa sýnt aukningu í öllum björgum milli 2006-2008 og ársins 2023 (Yann Kolbeinsson o.fl. 2023, Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn). Óvíst er þó hversu vel sniðin eru lýsandi fyrir stofnþróun vegna þess að þau ná ekki til mikilvægra varpsvæða álkna í urðum (Yann Kolbeinsson o.fl. 2023). Álku hefur þó fjölgað í Evrópu og er núna flokkuð sem ekki í hættu (LC). Í ljósi þess og fjölgunar sem orðið hefur á viðmiðunartímabilinu (1985-2024) á sniðum í völdum björgum er álka metin sem ekki í hættu (LC).

Eldri válistar

Válisti 2000: Álka var ekki í hættu (LC).

Válisti 2018: Álka var í yfirvofandi hættu (NT).

Staða á heimsvísu

Álka er útbreidd og virðist vera að fjölga í heiminum. Hún hefur því verið færð úr flokkinum í yfirvofandi hættu (NT) yfir í að vera metin ekki í hættu (LC) á Evrópu- og heimsválista (BirdLife international 2021)

Verndun

Álka er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem eggja- eða ungataka álku taldist til hefðbundinna hlunninda 1. júlí 1994, skulu friðunarákvæði laga nr. 64/1994 ekki vera til fyrirstöðu því að veiðirétthafi megi nytja þau hlunnindi eftirleiðis.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem veiði fullvaxinna álku í háf töldust til hlunninda 1. júlí 1994, skulu friðunarákvæði laga nr. 64/1994 ekki vera til fyrirstöðu því að veiðirétthafi megi nytja þau hlunnindi eftirleiðis. Veiðar þessar hefjist ekki fyrr en 1. júlí og ljúki eigi síðar en 15. ágúst.

Samkvæmt reglugerð 765/2017 er heimilt að veiða álku frá 1. september til 25. apríl.

Mikilvæg svæði

Alls eru 10 álkuvörp hér flokkuð sem alþjóðlega mikilvæg og allur stofninn verpur á mikilvægum fuglasvæðum (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 ii: heimsstofn/global = 5.257 pör/pairs (Wetlands Int. 2016)

B1 ii: Ísland/Færeyjar/Bretlandseyjar/Frakkland/Þýskaland = 4.360 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Mikilvægar álkubyggðir á Íslandi – Important colonies of Alca torda in Iceland.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Krýsuvíkurberg  SF-V_1 B 4.127 2007 1,3 B2
Látrabjarg SF-V_13 B 160.968 2006–2007 51,3 A4ii, A4iii, B1ii, B2
Hælavíkurbjarg, Hornbjarg SF-V_35, 36 B 5.607 2007 1,8 A4ii, B1ii, B2**
Drangey SF-N_2 B 2.116 2007 0,7 B2
Grímsey út af Eyjafirði SF-N_8 B 114.796 2007 36,6 A4ii, A4iii, B1ii, B2
Rauðinúpur**** SF-N_12 B 1.006 2008 0,3 B2
Skoruvíkurbjarg SF-N_13 B 8.010 2007 2,6 A4ii, B1ii, B2
Langanesbjörg SF-N_14 B 4.021 2006, 2008 1,3 B2***
Ingólfshöfði SF-A_14 B 5.916 2007 1,9 A4ii, B1ii, B2
Vestmannaeyjar SF-S_4 B 2.843 2006 0,9 B2
Önnur mikilvæg svæði
Other important areas
  B 3.216   1,0  
Alls–Total     312.626   100  
*byggt á Arnþór Garðarsson o.fl. 2019.
**70.000 pör 1985
***15.400 pör 1985
****Hluti af mikilvægu fuglasvæði, SFB-N_12 Melrakkaslétta – Belongs to the important bird area SFB-N_12 Melrakkaslétta

Myndir

Heimildir

Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2019. Svartfugl í íslenskum fuglabjörgum 2006–2008. Bliki 33: 35–46.

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf [skoðað 20.10.2016].

BirdLife International (2021). Species factsheet: Razorbill Alca torda. Downloaded from https://datazone.birdlife.org/species/factsheet/razorbill-alca-torda  [skoðað 26.03.2025].

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson, Snæþór Aðalsteinsson, Þorkell Lindberg Þórarinsson, Brynjúlfur Brynjólfsson, Cristian Gallo, Hálfdán Helgi Helgason, Jón Einar Jónsson, Rodrigo A. Martínez Catalán, Róbert Arnar Stefánsson og Sindri Gíslason. Vöktun bjargfuglastofna á Íslandi 2020-2022 (2023). Skýrsla unnin fyrir umhverfisstofnun (NNA-2304). https://nna.is/wp-content/uploads/2023/10/2304-Bjargfuglavoktun-2020-2022.pdf

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Strandfuglar (Charadriiformes)
Tegund (Species)
Álka (Alca torda)

English Summary

Alca torda is a common breeding bird in Iceland with 313,000 pairs; ten colonies are of international importance (≥10,000 pairs) and all the population breeds within IBAs.

Icelandic Red list 2025: Least concern (LC).