Jökuldalsheiði

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerða.

Mörk

Í vestri liggja mörk svæðisins meðfram Þríhyrnings- og Möðrudalsfjallgörðum, að norðan um Gestreiðarstaðaháls, í austri með brúnum Jökuldals og að sunnan um Fiskidalsháls.

Lýsing

Svæðið er á öldóttri hásléttu, ríflega 500 m h.y.s. norðan Jökuldals. Á hæðum og hryggjum eru lítt grónir melar og urðir, en mólendi í undirhlíðum og mýrar, vötn, tjarnir og lækir í lægðum. Rústir eru í mýrum. Allríkulegt fuglalíf, m.a. mikið álftavarp. Beitiland hreindýra árið um kring og sauðfjárbeit að sumri. Ferðaþjónusta og útivist er stunduð á heiðinni og bleikja veiðist í vötnum.

Forsendur fyrir vali

Á svæðinu er mikil mergð hálendistjarna, þar á meðal fjöldi rústatjarna. Fjölbreytni tjarna er mikil og eru þær margar lífríkar.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Ferskvatn
3,20
16

Ógnir

Ferðamennska og fyrirhugaðar raflínur og rask sem tengist lagningu þeirra.

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti 100 m fjarlægð frá þeim og að vatnsflæði um þær haldist óskert.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

394,7 km2
Hlutfall land 93%
Hlutfall ferskvatn 7%