Herðubreiðarlindir

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerða.

Mörk

Frá Jökulsá á Fjöllum í norðri, með farvegi árinnar suður fyrir Álftavatn og þaðan suðvestur fyrir Herðubreið. Vestanvert liggja mörkin frá Herðubreið að Fremstafelli í norðri.

Lýsing

Herðubreiðarlindir og Grafarlönd er gróðurvinjar á hálendinu þar skiptast á lyng- og fjalldrapamóar, mýrar og flóar. Undan jöðrum Ódáðahrauns streyma margar lindir og sameinast í Lindaá sem fellur í Jökulsá á Fjöllum. Grafarlandsá rennur frá Grafarlöndum í Jökulsánna. Í Herðubreiðarlindum og Grafarlöndum verpur fjöldi heiðagæsa. Meðal annarra tegunda sem halda til á svæðinu eru straumönd, hávella og óðinshani. Útivist og ferðamennska er stunduð á svæðinu.

Forsendur fyrir vali

Fjölmargar uppsprettur, oft mjög djúpar. Hér finnst stór stofn dvergbleikju og hér hafa báðar tegundir grunnvatnsmarflóa fundist, önnur reyndar bara í maga bleikju.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Ferskvatn
< 0,01
2

Ógnir

Umferð ferðamanna og uppbygging í tengslum við ferðamennsku.

Aðgerðir til verndar

SSvæðið hefur verið friðlýst sem friðland frá árinu 1974. Styrkja þarf vernd svæðisins í stjórnar- og verndaráætlun. Stýra þarf umferð ferðafólks um svæðið. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti 100 m fjarlægð frá þeim.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Vatnajökulll National Park Þjóðgarður

Fleiri myndir

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

163,4 km2
Hlutfall land 96%
Hlutfall ferskvatn 4%