
Mörk
Mörk miðast við fossinn sjálfan sem nær fram í fjöru, yfir hamrana við fossinn og gilið ofan fossins.
Lýsing
Skeifá er vatnslítil á sem fellur um gróinn og bugðóttan eldri farveg sinn fram í Skjálfandaflóa. Í henni, á milli bæjanna Hringvers og Tunguvalla, er Skeifárfoss, allhár og breiður slæðufoss sem fellur fram af setbergshömrum sem myndaðir eru úr Tjörneslögunum. Hamrarnir eru sorfnir af brimi þegar sjávarstaða var hærri en í dag er fellur fossinn nálægt ströndinni. Tjörneslögin eru mikilvægur fundarstaður steingervinga og einstök heimild um umhverfisbreytingar í aðdraganda ísaldar. Þau eru jafnframt lykilsvæði í jarðsögu Íslands og svæða við Norður-Atlantshaf.
Forsendur fyrir vali
Fallegur foss á svæði sem hefur alþjóðlegt verndargildi vegna jarðminja á Tjörnesi. Sambærileg jarðlög er ekki að finna annars staðar á landinu.
Ógnir
Mannvirkjagerð, t.d. vegagerð, sem breytt getur rennsli um árfarveg Skeifár. Ágengar tegundir.
Aðgerðir til verndar
Tryggja þarf að Skeifá renni áfram óhindrað til sjávar og að ekki verði farið í neinar framkvæmdir við fossinn sem geta spillt ásýnd hans. Einnig þarf að tryggja að rennsli Skeifár verði ekki skert.Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Tjörneslögin og Voladalstorfa | Aðrar náttúruminjar |
Náttúruverndarlög | Aðrar náttúruminjar |
Tjörnes | Aðrar náttúruminjar |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2020-12-03