Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Fjara og grunnsævi á vesturströnd Tjörness, frá Húsavíkurhöfða í suðri að Tjörnestá í norðri.
Lýsing
Með ströndinni skiptast á sand- og malarfjörur annars vegar og klapparfjörur hins vegar. Miklar þanghrannir safnast sums staðar fyrir í fjörum og sækja vaðfuglar mikið í þarabrúkið í ætisleit, einkum á vorin.
Forsendur fyrir vali
Fjörurnar eru mikilvægir viðkomustaðir farfugla og þær tegundir sem ná alþjóðlegum viðmiðum eru rauðbrystingur, sendlingur og tildra, ásamt straumönd sem óvenjumikið er af á veturna.
Fuglar - Fjörur og grunnsævi
Nafn | Árstími | Fjöldi | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Straumönd (Histrionicus histrionicus) | Vetur | 328
|
1999 | 2,0
|
Rauðbrystingur (Calidris canutus) | Far | 5225
|
2008 | 1,0
|
Sendlingur (Calidris maritima) | Far | 1113
|
2008 | 2,0
|
Tildra (Arenaria interpres) | Far | 1445
|
2008 | 1,0
|
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Tjörnes (Húsavíkurhöfði–Voladalstorfa).
Ógnir
Uppbygging stóriðju.
Aðgerðir til verndar
Tryggja að fjörum og grunnsævi verði ekki raskað.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26
Kortasjá
Tjörnes í kortasjáStærð
6,4 km2
Hlutfall sjór 75%
Hlutfall strönd 24%