Guðlaugstungur-Álfgeirstungur

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og fugla.

Mörk

Guðlaugstungur og Álfgeirstungur austan Blöndu, frá Hofsjökli norðvestur að Blönduvaðaflóa í Blöndulóni, að austan um Sátu og Hraungarðshaus.

Lýsing

Svæðið einkennist af heiðalöndum, votlendi, mólendi og melum. Norðan til  er víðfeðmt og gróskumikið votlendi með mýrum, tjörnum og lækjum. Sumarbeitiland sauðfjár og nokkur útivist.

Forsendur fyrir vali

Eitt fjölbreyttasta rústamýrasvæði landsins og raunar eitt af fáum svæðum þar sem rústamýravist er til staðar. Mikilvægt varp- og beitiland heiðagæsar sem hefur alþjóðlegt náttúruverndargildi, enda er hér nú langstærsta heiðagæsavarp í heiminum.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
12,45
18

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Heiðagæs (Anser brachyrhynchus) Varp
23168
2010
19,0

Ógnir

Litlar ógnir, vatnaveitingar, ferðamennska og hlýnandi loftlag. Hugmyndir hafa verið settar fram um nýjan þjóðveg milli Suðurlands og Norðurlands, sem líklega mundi fara um svæðið ef af yrði.

Aðgerðir til verndar

Halda vötnum óbeisluðum og að vegagerð verði ekki á svæðinu. Friðland frá árinu 2005 og sem Ramsarsvæði frá 2013. Núverandi friðlýsingaskilmálar taldir fullnægjandi en auka þarf eftirlit með svæðinu í heild og umgengni ferðafólks.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Þjórsárver Friðland
Guðlaugstungur Friðland
Gudlaugstungur Nature Reserve Ramsarsamningur

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Stærð

398,5 km2
Hlutfall land 98%
Hlutfall ferskvatn 2%