Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerða.

Mörk
Svæðið afmarkast í norðri við Kyllisfell og í suðri að Reykjakoti. Til austurs og vesturs fylgja mörk svæðisins fjöllum upp af dalnum.
Lýsing
Dalurinn liggur upp af Hveragerði og er hluti af einu stærsta háhitasvæði landsins sem kennt er við Hengil. Hann lokast til norðurs og er Ölkelduháls skammt norðvestan dalbotnsins. Dalurinn er vel gróinn og státar af gróskumiklu votlendi. Svæðið er að mestu óraskað en er nýtt til útivistar og fjöldi ferðamanna hefur aukist mikið á undanförnum árum. Beit er á svæðinu.
Forsendur fyrir vali
Jarðhitasvæðin í Grændal eru gróskuleg og er yfirborðsvatn áberandi. Mikið er af mýrahveravist en einnig móahveravist og hveraleirsvist. Þar er fjöldi jarðhitalækja og er fjölbreytni þeirra mikil m.t.t. efna- og eðlisþátta sem endurspeglast í lífríki þeirra.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | < 0,01
|
2 | |
Land | < 0,04
|
16 | |
Land | < 0,02
|
22 | |
Ferskvatn | n.a.
|
Ógnir
Helstu ógnir eru nýting jarðhitans til orkuvinnslu og ágangur ferðamanna.
Aðgerðir til verndar
Friða þarf svæðið fyrir orkuvinnslu. Takmarka þarf umferð gangandi fólks um svæðið og beina umferð um vel afmarkaða göngustíga.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Henglilssvæðið nr. 752 | Aðrar náttúruminjar |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05