Kerlingarfjöll

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk

Svæðið afmarkast fyrst og fremst af fjallabálki þar sem víða er jarðhiti við yfirborð. Að norðan afmarkast svæðið við Hveradalshnúk og nær suður undir Kerlingardal og Gylfa. Að vestan nær svæðið að Kerlingartindi og þaðan austur fyrir Efri-Kisubotna.

Lýsing

Hálendur fjallaklasi með litríkum líparíttindum, jarðhita og stórbrotnu landslagi. Kerlingarfjöll er vinsælt útivistarsvæði og eru gönguleiðir víða um svæðið og að jarðhitasvæðum. Ferðaþjónusta er rekin í Ásgarði þar sem heitar uppsprettur eru nýttar til upphitunar á húsakynnum og til baða.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
< 0,01
6
Ferskvatn
n.a.

Ógnir

Vaxandi umferð ferðamanna er ein helsta ógn jarðhitasvæðisins og þess gróðurs sem þar vex. Jarðhitavirkjanir til raforkuframleiðslu.

Aðgerðir til verndar

Unnið hefur verið að friðlýsingu svæðisins undanfarin misseri. Takmarka og stýra umferð gangandi fólks. Vernda svæðið gegn jarðhitanýtingu til raforkuframleiðslu.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Kerlingarfjöll Annað

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Stærð

68,4 km2
Hlutfall land 100%