Lauffellsmýrar

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk

Votlendissvæði sunnan við Blágil og jaðar Skaftáreldahrauns á Síðumannaafrétti. Norðaustur og efsti hluti svæðisins liggur skammt vestan Lakavegar, norðvesturjaðar fylgir Skaftáreldahrauni suður undir Eyrarhólm og Árnagil, fylgir síðan brekkurótum Markhnúks og Lauffells til norðausturs að Lakavegi.

Lýsing

Lauffellsmýrar liggja í tæplega 500 m hæð yfir sjó á hallalítilli bungu sem lækkar til suðvesturs og vesturs. Sunnan og austan mýranna fer land hækkandi. Hellisá fellur niður um svæðið og til Skaftár sunnan Leiðólfsfells. Stærstu mýraflákarnir eru sunnan Hellisár en einnig eru stórar mýrabreiður norðan árinnar að Skaftáreldhrauni. Landslag bendir til að hraunið hafi runnið yfir hluta mýranna og skert þær, en vestan hrauns eru svipaðar mýrar í Hrossatungum og Stórakrók. Lauffellsmýrar eru ósnortnar af framkvæmdum, Lakavegur liggur ofan og við austurjaðar þeirra. Sauðfé gengur til beitar á Lauffellsmýrum á sumrin eins og annarsstaðar á Síðumannaafrétti. Mýrarnar voru fyrrum heyjaðar í grasleysisárum.

Forsendur fyrir vali

Víðáttumestu rimamýrar á landinu og sjaldgæf vistgerð. Rimamýrar einkennast af áberandi mynstri langra rima og forblautra flóalægða og tjarna á milli sem liggja þvert á eða lítilsháttar í sveig undan landhalla. Á rimum vex mólendis- og deiglendisgróður en flóagróður í lægðum. Rimamýrar eru fremur frjósamar og fuglalíf þeirra er talið allríkulegt.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
13,97
28

Ógnir

Litlar, umferð farartækja og hestamanna við austurjaðar svæðisins.

Aðgerðir til verndar

Setja reglur um umferð um svæðið, tryggja til framtíðar óbreytt vatnsrennsli um vatnasviðið.

Núverandi vernd

Engin

Fleiri myndir

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05

Size

55,9 km2
Hlutfall land 95%
Hlutfall ferskvatn 5%