Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk
Votlendissvæði á Hrunamannaafrétti vestan við Leppistungur og suðvestan Kerlingarfjalla. Norðausturmörk eru á Kerlingarflötum en suðvesturmörk á móts við Mosöldu. Norðvesturmörk fylgja brekkurótum Búðarháls, Innra- og Fremra-Búðarfjalls, suðausturmörk Kerlingaröldu og Kerlingará/Sandá.
Lýsing
Miklumýrar liggja í tæplega 500 m hæð yfir sjó, í hallalitlu dalverpi milli lágra alda og fjallshryggja að norðvestan og suðaustan. Eins og aðrar rimamýrar einkennast þær af áberandi mynstri langra rima (þúfnagarða) og forblautra flóalægða og smátjarna á milli sem liggja þvert á eða í lítilsháttar sveig undan landhalla. Á rimum vex mó- og deiglendisgróður en flóagróður í lægðum. Eftir mýrunum bugðast tveir lækir, Litli-Lækur og Stóri-Lækur. Þeir sameinast í Miklumýrarlæk sem fellur í Sandá á móts við Stóramel. Miklumýrar eru ósnortnar af framkvæmdum, vegslóði liggur um nyrsta hluta svæðisins, sunnan Kerlingarflata. Sauðfé gengur til beitar á Miklumýrum að sumrinu eins og á stærstum hluta Hrunamannaafréttar.
Forsendur fyrir vali
Með víðáttumestu rimamýrum á landinu, sjaldgæf vistgerð með mjög hátt verndargildi. Mýrarnar eru mjög víðáttumiklar og nánast samfelldar og eru þær með stærstu mýrum á miðhálendi landsins. Mýrarnar eru fremur frjósamar og fuglalíf er allríkulegt
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | 9,88
|
20 |
Ógnir
Litlar, umferð farartækja og hestamanna við austurjaðar svæðisins.
Aðgerðir til verndar
Setja skorður við umferð um svæðið. Tryggja óbreytt vatnsrennsli um vatnasviðið.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Kerlingarfjöll | Náttúruvætti |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05