Steinsmýrarflóð-Grenlækur

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerðar.

Mörk

Tungulækur, Grenlækur, Sýrlækur og Jónskvísl frá upptökum ásamt 200 m nærsvæði til beggja handa, og neðan hrauns landsvæði í Landbroti frá Skaftá í norðri til suðurs að Eldvatni.

Lýsing

Frjósamir og fiskisælir lindarlækir í hrauni og lífrík flæðilönd með mýrum, tjörnum, gljám og söndum neðan hrauns sem lækirnir fara niður um. Landbúnaður er stundaður á svæðinu,  einnig ferðaþjónusta, veiði og skógrækt og mýrar hafa verið ræstar fram. Auðugt lífríki og mikið fuglalíf.

Forsendur fyrir vali

Fjölbreyttar land- og vatnavistgerðir þar sem eru víðáttumikil flæðiengi, tjarnir, lindir og lækir. Í Grenlæk er einn af stærstu sjóbirtingsstofnum landsins og vatnalíf er auðugt. Í lindum hafa fundist grunnvatnsmarflær.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Land
9,34

Ógnir

Vatnsveitingar, sumarhús, uppbygging ferðaþjónustu. Lífríki í hættu vegna athafna manna.

Aðgerðir til verndar

Tryggja vatnsrennsli til lækja, endurheimta votlendi þar sem land er ekki í hefðbundnum nytjum. Tryggja að skipulag sumarhúsabyggða og ferðaþjónustubygginga rýri ekki mikilvægar vistgerðir og búsvæði.   

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Stærð

78,5 km2
Hlutfall land 94%
Hlutfall ferskvatn 6%