Öngulbrjótsnef

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.

Mörk

Fjara og grunnsævi vestan á Reykjanesi, frá Kirkjuvogsbás undir Valahnúkum norður að Mölvíkurboða við Litlu-Sandvík.

Lýsing

Fjörubeðurinn er að mestu úfnar hraunklappir, með glufum og skorningum, en á köflum er möl og stórgrýti. Brimasemi er talsverð. Mosavaxin eða lítt gróin hraun eru ofan fjörunnar. Útivist er stunduð á svæðinu og orkuvinnsla í næsta nágrenni.

Forsendur fyrir vali

Sunnan við Öngulbrjótsnef er klóþangsfjara; annars staðar er grófgerður og úfinn fjörubeðurinn ríkur af skjólsælum glufum og skorningum sem veitir lífverum skjól, þrátt fyrir talsvert brim og að ríkjandi fjörugerðir séu brimasamar hnullunga- og hrúðurkarlafjörur.

Vistgerðir

Vistgerð km2 Hlutfall af heildarflatarmáli (%)
Fjara
< 0,04

Ógnir

Affallsvatn frá Reykjanesvirkjun fellur til sjávar nyrst á svæðinu og hugsanleg mengun frá iðnaði.

Aðgerðir til verndar

Vernd vistgerða og gott eftirlit með iðnaði á svæðinu.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Size

1,3 km2
Hlutfall sjór 65%
Hlutfall strönd 35%