Klóþangsfjörur
F1.31 Klóþangsfjörur
EUNIS-flokkun: A1.31 Fucoids on sheltered marine shores.


Lýsing
Þangfjörur þar sem klóþang er ríkjandi með yfir 30% þekju. Þetta er ein útbreiddasta fjöruvistgerðin og jafnframt sú tegundaauðugasta því klóþang veitir mörgum öðrum lífverum skjól og búsvæði (Agnar Ingólfsson 1990, 2006). Klóþang dafnar best þar sem er gott skjól fyrir brimöldu, fjörubeðurinn harður, lítt hreyfanlegur og það nær góðri festu. Á einstaka stað finnast þó klóþangsfjörur þar sem brimasemi er talsverð. Klóþangsplöntur eru hægvaxta og geta orðið áratuga gamlar. Innan um klóþangið geta aðrar þangtegundir oft verið algengar en í miklu minna magni. Rauðþörungurinn þangskegg er oft mjög áberandi ásæta á klóþangi en finnst ekki við svölustu strendur landsins. Smádýralíf er mjög auðugt (Agnar Ingólfsson 1990). Breidd fjörunnar getur verið mismunandi en þar sem hún er víðáttumikil og halli lítill eru fjörupollar oft algengir.
Fjörubeður
Klappir, stórgrýti, hnullungar, steinvölur.
Fuglar
Mikilvæg fæðusvæði fugla, einkum fyrir æðarfugl og vaðfugla á borð við sendling, stelk, tildru og rauðbrysting.
Líkar vistgerðir
Bóluþangsfjörur, skúfþangsfjörur, sagþangsfjörur, þangklungur.
Útbreiðsla
Allt í kringum landið nema við sanda suðurstrandarinnar og á mjög brimasömum svæðum.
Verndargildi
Mjög hátt.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Klóþang | Ascophyllum nodosum | Doppur | Littorina spp. |
Klapparþang | Fucus spiralis | Baugasnotra | Onoba aculeus |
Skúfþang | Fucus distichus | Mærudoppa | Skeneopsis planorbis |
Bóluþang | Fucus vesiculosus | Hrúðurkarl | Semibalanus balanoides |
Fjörugrös | Chondrus crispus | Kræklingur | Mytilus edulis |
Kólgugrös | Devaleraea ramentacea | Nákuðungur | Nucella lapillus |
Sjóarkræða | Mastocarpus stellatus | Fjöruflær | Gammarus spp. |
Söl | Palmaria palmata | Þanglýs | Idotea spp. |
Steinskúfur | Cladophora rupestris | Fjörulýs | Jaera spp. |
Hrossaþari | Laminaria digitata | Burstaormar | Polychaeta |
Marinkjarni | Alaria esculenta | Hveldýr | Dynamena pumila |
Beltisþari | Saccharina latissima | Mottumaðkur | Fabricia stellaris |
Brauðsvampur | Halichondria panicea |

Opna í kortasjá – Open in map viewer
Heimildir
Agnar Ingólfsson 1990. Íslenskar fjörur. Bjallan. Reykjavík.
Agnar Ingólfsson 2006. The intertidal seashore of Iceland and its animal communities. The Zoology of Iceland, Vol I, part 7. Levin & Munksgaard, Ejnar Munksgaard, Kaupmannahöfn; Reykjavík, 85 bls.