Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Eyja undan Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi, ásamt 1 km verndarjaðri umhverfis.
Lýsing
Æðey er stærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi, vogskorin, grösug og víða mýrlend. Æðardúntekja er stunduð í eyjunni.
Forsendur fyrir vali
Mikið fuglalíf er í Æðey og ber eyjan nafn með rentu, því þar er líklega stærsta æðarvarp á landinu. Teista uppfyllir einnig alþjóðleg verndarviðmið.
Fuglar - Sjófuglabyggðir
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Æður (Somateria mollissima) | Varp | 4000
|
2004 | 1,0
|
Teista (Cepphus grylle) | Varp | 500
|
2000 | 4,0
|
Ógnir
Hlunnindanýting, minkur frá landi er utanaðkomandi ógn.
Aðgerðir til verndar
Ekki er ástæða til sérstakra aðgerða meðan eyjan er nýtt á þann hátt sem verið hefur.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Drangajökull | Annað |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26
Kortasjá
Æðey í kortasjáStærð
7,2 km2
Hlutfall land 12%
Hlutfall sjór 83%
Hlutfall strönd 4%