Æðey

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Eyja undan Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi, ásamt 1 km verndarjaðri umhverfis.

Lýsing

Æðey er stærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi, vogskorin, grösug og víða mýrlend. Æðardúntekja er stunduð í eyjunni.

Forsendur fyrir vali

Mikið fuglalíf er í Æðey og ber eyjan nafn með rentu, því þar er líklega stærsta æðarvarp á landinu. Teista uppfyllir einnig alþjóðleg verndarviðmið.

Fuglar - Sjófuglabyggðir

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Æður (Somateria mollissima) Varp
4000
2004
1,0
Teista (Cepphus grylle) Varp
500
2000
4,0

Ógnir

Hlunnindanýting, minkur frá landi er utanaðkomandi ógn.

Aðgerðir til verndar

Ekki er ástæða til sérstakra aðgerða meðan eyjan er nýtt á þann hátt sem verið hefur.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Drangajökull Annað

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26

Stærð

7,2 km2
Hlutfall land 12%
Hlutfall sjór 83%
Hlutfall strönd 4%